Allen Stanford Kærður fyrir Átta-Milljarða-Dollara Svikamillu, Á meðan ganga hinir Íslensku útrásarvíkingar enn lausir.

Fréttastöðvarnar Al Ja Zeera og BBC segja frá þessu á vef sínum. þar kemur fram að hin Texaseski milljarðamæringur Sir Allen hafi að mati Bandaríska-ákæruvaldsins svikið út úr fjárfestum um átta milljarða dollara.

Venjulega bera lögfræðingar það fyrir skjólstæðinga sína og lýsa því yfir að þeir séu saklausir. Það vekur því athygli að í þessari frétt fylgir eingöngu tilkynning frá lögfræðing Stanford að Allen telji sjálfan sig vera al saklausan og sé þess full viss að hvaða réttláti dómari sem er myndi ekki detta það í hug að dæma hann fyrir viðskipti hans. 

Á sama tíma á íslandi hefur lítið farið fyrir hinni svonefndu rannsókn á hinum íslensku útrásarvíkingum sem margir hverjir hafa grunsamlega leynireikninga á tortúla, og jónfrúareyjum. Þrátt fyrir að margir helstu sérfræðingar, lögmenn og fræðingar eins og Eva Jolie og William K. Black hafa opinberlega lýst því yfir að hér hafi að öllum líkindum verið framinn lögbrot og hinir íslensku bankar hafi borið öll merki svikamillu.

Nú liggur líka fyrir undirskrifaður samningur varðandi Icesave, þar sem íslenska ríkið ætlar að skuldbinda sig til þess að taka lán frá Bretum og hollendingum til að greiða bætur fyrir svikamillu Landsbankans þar í landi. 

Óþarft væri að nefna blóðugan niðurskurð sem liggur nú einnig fyrir þar sem samsteypustjórn samfylkingar og vinstrigrænna ætlar óvegin að beygja sig fyrir ags og hans skilmálum. Undirritaður vill vekja sérstaka athygli á ræðu vinstri grænni Lilju Mósesdóttur sem talaði í þessari ræðu sinni um heimsókn fyrrverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra Ekvadors; Alfanso Peris Kakabatis sem "varaði við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sagði sjóðinn fyrst og fremst politíska stofnun." sem "ætti aðeins tvö ráð við fjármálakreppu; háavexti og niðurskurð ríkisútgjalda" ræðuna má nálgast í heild sinni hér. 

Hagfræðingurinn og höfundur bókarinnar Falið vald Jóhannes Björn segir frá því á síðu sinni Vald.org hvernig sjóðurinn hefur í gegnum tíðina murkað úr skjólstæðingum sínum innviði samfélagsins og rift gildandi samfélags samningum, þar bendir hann einnig á athyglisverðan fyrirspurnartíma er mun hafa farið fram á breska þinginu þar sem hæstvirtur forsætisráðherra Bretlands Jarpur viðurkennir á sig lögbrot þegar hann dregur ekkert af því að hafa notað ags til þess að þvinga fram betri samninga við íslendinga um Icesave málið.

það er mín ágiskun að það hafi verið til þess að tryggja að við færum ekki dómstóla leiðina og settum allt haglkerfi evrópu í hættu vegna galla í löggjöf þeirra.

Stanford og sex aðrir dvelja nú í fangageymslum þar ytra og enn bíður almenningur á íslandi eftir réttlæti í sínum málum þar sem talið er að gríðarlegir fjármunir séu að tapast með degi hverjum sem hinir svo nefndu útrásarvíkingar fá að valsa um lausir allra mála.


mbl.is Stanford og sex aðrir ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.