Tillögur að breyttu og endurbættu Kvótakerfi.

fiskurinn er samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar, Með þeim aðferðum sem stjórnvöld notuðu til þess að gefa kvótan í hendur þeirra aðila sem hann fengu var verið að brjóta á mannréttindum íslendinga. Vegna þess að með þeim aðgerðum var þjóðareign misnotuð og hún breitt í einkaeign. Með öðrum orðum þá var verið að úthluta tiltölulega fáum útvöldum aðilum gæði í eigu almennings, sem viðkomandi aðilar gátu síðan braskað með og selt fyrir milljarða króna. Á þessum forsendum dæmdi mannréttinda dómstóll evrópu kvótakerfið mannréttindabrot og gaf ríkinu 180 daga frest til að gera þar rótækar breytingar á. Svo að kvótinn verði ekki áfram einkaeign sem hægt er að veðsettja og selja.

Nú eru þessir 180 dagar liðnir og engin breyting hefur átt sér stað. Ríkistjórn íslands að er virðist því skít sama hvort brotið sé á mannrétindum ríkisborgara landsins. Burt séð frá því þá hlítur það að vera morgun ljóst að þar þarf að gera bót á. Eftir farandi eru tillögur að nýju og endurbættu fiskveiðistjórnunar kerfi byggt á ýmsum tillögum frá hinum og þessum. Kerfi sem brýtur ekki í bága við mannréttindi.

  1. Kvótinn verður ríkisvæddur og ríkið tekur í staðinn við skuldum með veð í kvótanum.
  2. Lögsögu íslands verður skipt upp í veiði svæði eftir gengt fisks. Kvóti verður ákvarðaður á kverju svæði fyrir sig til að tryggja að fiskur á ákveðnum svæðum með mikilli sókn verði ekki ofveiddur eins og annars myndi vera hætta á. 
  3. Kvótanum verður skipt í amk 3 hluta á hverju svæði fyrir sig og hver hlutur síðan boðin út til leigu í eitt fiskveiði ár í senn. Ekki má sama fyrirtækið hafa til leigu meira en 2/3 hluta kvótans per svæði.
  4. útboð fara fram að jafnaði einu sinn á ári, þá verður tekið meðaltal af hæsta og lægsta boðinu og það boð sem er næst þessu meðaltali er sammþykkt. Til að tryggja samkeppnishæfni útgerða svo ekki sé hætta á því að of hátt verð komi viðkomandi útgerðum í þrot með tilheyrandi kostnað sem það myndi hafa í för með sér fyrir ríkið og önnur fyrirtæki í landinu. Ef einungis tveir eða færri aðilar bjóða í hlut verður hæsta boði tekið.
  5. Að öðru leiti verða útboð opinn eins og gerist í öðrum ríkiútboðum þar sem allar upplísingar eru sýnilegar öllum.
  6. Tekið verður til endurskoðunnar leifi á botnvörpuveiðum sem raska sjávarbotninum og eyðileggja þar með búsvæði fiskistofnsins.
  7. Einnig ber að skoða hvort leifa eigi línuveiðar og það gert ef vísindalegar rannsóknir leiða til þess að ekki sé hægt að ofveiða fisk á línu eins og helstu rök gefa til kynna, þar sem það er almennt talið að fiskar á hriggninga skeiði bíta ekki á vegna þess að þeir eru þá mun varari um sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband