Kostir og Ókostir við egin gjaldmiðil

ég tek það fram að til þess að kostina sé hægt að nýta verðum við auðvitað að gefa okkur það að með fjárstjórn fari hæfir einstaklingar.
Kosturinn við a' halda egin gjaldmiðil er möguleikinn á ódýrara framboði af peningum.
Verðbólga kemur til vegna þess að framboð á peningum eykst hraðar en framboð á gæðum.

Ef peningar eru prentaðir fyrir og fjárfestir inn í hagkerfið sem langtíma virði en ekki skuld eins og í formi vega og sjúkrahúsa, þá skapar það ekki verðbólgu. vegna þess að gæðin aukast jafnt á við framboð peninga. Hins vegar ef að verðbólga myndi aukast vegna t.d óhjákvæmilegra afskrifta þá er mjög auðvelt að koma til móts við það með aukinni skattalagningu. Kaupmáttur er því sá sami hvort sem verð bólga eykst um 10% eða ríkið skattleggur um 10% og tekur það fé úr umferð. Sem dæmi ef þú værir með 100 krónur í laun þá myndi 20% verðbólga valda því að þú hefur 20% minni kaupmátt sem nemur þar sem að jafnaði hefur allt hækkað um 20%. Að sama skapi myndi skatta hækkun upp á 20% valda 20% minni kaupmætti og virðisauka peninga vegna minna farmboðs upp á 20%. þannig gæti ríkið fjármagnað sig mun ódýrara vegna þess að það þyrfti ekki að borga vextina sem féllu til ef þeir tækju lán sem myndu leiða af sér að skattar þyrftu að vera enn hærri. ríkið myndi s.s. með öðrum orðum að mestu leiti fjármagna sig með skatti en losnar við að greiða vexti sem þýða auðvitað að rikið þyrfti að skattleggja almenning því sem nemur.
Þess vegna má eiginlega líta á peninga prentun sem lán sem ríkið lánar sjálfu sér og fjármagnar með skatti. Þetta lán er því mun ódýrara en erlend lán vegna þess að af því eru engir vextir og afborganir eru í formi þess fés sem ríkið þarf að taka úr umferð til að mæta afskriftum á virðinu sem peningarnir voru fjárfestir í.

ókosturinn við að reka egin gjaldmiðil er hins vegar veikleikinn sem liggur í smæð hagkerfisins sem býður upp á misnotkun erlendra spákaupmanna sem gætu sumir hverjir eða nokkrir með samanteknum ráðum leikið sér að því að græða á Krónunni (hvað svo sem viðkomandi gjaldmiðill gæti verið kallaður) á kostnað almennings með því að kaupa upp krónur í miklu magni á löngum tíma sem myndi styrkja krónuna. Kaupmennirnir myndu síðan selja allar krónurnar í einu sem gæti valdið ótta á kerfinu sem samverkandi myndi hafa þau áhrif að verðgildi krónunnar myndi falla meira en sem nemur verðaukningunni sem kom til við kaupinn. Gróði kaupmannanna lægi í því að kaupa sinn hlut aftur á lægra gengi og leika sama leikinn aftur. Gróðinn yrði enn meiri ef seðlabankinn hefði vegna svo sterkrar krónu þurft að fara í að prenta fleiri krónur nema ef seðlabankinn myndi auka framboð af krónum með því að prenta fyrir kaupum á erlendum gjaldeyri til styrkingar varagjaldeyrissjóðs.

Annar ókostur getur verið sá að fólk getur átt erfiðara með að átta sig á raunverulegu virði innfluttra vara þannig að innlendir birgjar og verslanir geta skapað tilbúna verðbólgu með því að mjólka seðlabankann með því að verðleggja vörur vísvitandi of hátt svo að Sb neyðist til að auka framboðið af peningum sem nemur. Gróði byrgjanna liggur í að þrátt fyrir aukna verðbólgu þá eykst hlutfallið af peningum sem kemur til þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.