Dæmisaga Varaformans samfylkingarinnar

ef ég má vitna í varaformann samfylkingarinnar frá því í gær(10. des. 08) þá sagði hann einhvað á þessa leið. "Menn verða að passa sig á því að dæma ekki rangan aðila" (ríkisstjórnina) og tók svo dæmi um "að það er ekki eftirlitinu að kenna þ.e. lögreglunni ef einhver ekur of hratt"

það má því til gamans geta að í þessari dæmisögu verður ekki betur séð en þar séu bankarnir ökufantarnir, fjármálaeftirlitið lögreglan og ríkisstjórnin nú hún er bara ríkisstjórnin sú sem mistókst eða einhvernvegin gleymdi að setja hraðatakmarkanir á veginn, seldi bílana á gjafa verði til vina sinna sem að öllu eðlilegu ættu ekki einusinni að hafa fengið bílpróf.

Fjármálaeftirlitið (lögreglan) var ófær að átta sig á einkennilegu aksturslagi bankanna, þar sem til eru lög sem bannað að aka bifreið undir áhrifum vímuefna(græðgi og spillingu, í þessu tilfelli leifði regluverkið allt að 92% áfengismagn í blóði sem DO hafði stuttu áður aukið úr 89% vegna þess að það var svo erfitt að reka banka með lausafjártakmörkun í 11%) Nú svo voru það erlendirbankar og kaupsýslumenn sem dældu vímuefnunum inn til landsins í formi erlendra lána og jöklabréfa (sem do dásamaði sem snilld) sem síðan reyndu að taka efnin til baka um leið og þeir sáu í enda ársins 2007 að helvítis bíllinn væri dæmdur til að klessa á vegg og ekki nema vona á svona ógnarhraða.

það sem pólitíkusar segja "ófyrirsjáanlegar" afleiðingar hruni efnahagkerfis bandaríkjanna voru í raun aðeins nokkrar steinvölur sem urðu á vegi bankana sem geystust á 220 km hraða á vegi sem þoldi ekki nema 90. svo voga menn sér að segja að ríkistjórnin gerði ekkert af sér. Er hún þá virkilega bara svona heimsk?

því næst klessukeyrðu bankamennirnir bílana og slösuðu þar með hvor tveggja það lið sem sat í aftursætunum vegna þess að það var ekki með belti en sætinn voru alveg örugg að sögn þeirra sem seldu þau fyrir meiri vímuefni (allir verðbréfa sjóiðirnir og icesave), svo og alla þá sem urðu fyrir bílnum (íslenska þjóðinn varð vest úti) svo kemur ríkistjórnin og ætlar að bjarga klúðrinu sem þau buðu upp á með því að taka ónýtu bílana af bankamönnunum en leifa þeim samt enþá að keira þá með hjálp lögreglunar(FME) með öðrum orðum bjarga þeim sem komust þokkalega af í bílnum eins og þá sem keyrðu og voru því með loftpúða með því að taka blóðið úr þeim sem urðu fyrir bílum.

ég bara treysti þeim ekki til þess!

ég vill svo minna ykkur á að skrá ykkur á kjósa.is ef þið eruð ekki búinn að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband