Færsluflokkur: Dægurmál

Kapítalísk Spilling stjórnmálaflokka!

Stjórnmálaflokkar eru reknir með styrkjum og eru reknir eins og hvert annað fyrirtæki þ.e. þeir kaupa eitthvað og selja eitthvað. Þeir kaupa atkvæði og selja hugmyndir sýna um stjórnun landsins. Hugmyndirnar selja þeir aðallega til uppsleiktra auðmanna sem tilbúnir eru að “styrkja” (kaupa) hugmyndir flokkana án þess að það þurfi að koma fram hverjir styrktu hvern um hvað mikið. Peningarnir sem stjórnmálaflokkarnir fá í styrki eru svo notaðir til að kaupa atkvæði það er að mestu gert með auglýsingum í fjölmiðlum. Því verðum við að spyrja hvort er mikilvægara að selja hugmyndina til auðmanna eða kaupa atkvæðið. Það segir sig eiginlega sjálft að ef ekki er til fé til að kaupa atkvæði þá er fyrirtækið á hausnum.

  En vissulega er notast stjórnmálaflokkar ekki eingöngu við beinharða peninga til kaupa á atkvæðum td keppast þeir að því að kaupa átkvæði með því að sýnast viturlegir og eða reyna að höfða til fjöldans við hverslags jákvæð jafnt sem neikvæð tækifæri eins og td heimkomu handboltalandsliðsins og þannig reyna að nota sér vinsældir annarra til að auka sýnar eigin og spreða í það almanna fé. Sem betur fer eru líka til þeir sem kaupa hugmyndir stjórnmálaflokkana og borga fyrir sig með atkvæði sýnu en mjög erfitt er að greina á milli hvort atkvæðið var keypt með auglýsingabrellu eða hvort athæðið var greitt fyrir hugmyndina. Enda hefur stjórnmálaflokkum tekist að koma flest öllum í trú um að hið síðar nefnda sé hin heilagi sannleikur.

  Það getur ekki talist siðferðislega rétt að þjóðkjörnir einstaklingar skuldi sumum kjósendum meira en öðrum vegna styrkja sem þeir veittu flokknu enda býður slikt bara upp á valdníðslu efnameiri stétta og spillingu stjórnmálaflokka. Hvernig getur það verið lýðræði bjóðandi ef lýðræði er hægt að kalla að stjórnmálflokkar séu reknir með einkastyrkjum?


Helst í fréttum; Stórþjófnaður í Skotlandi

 

Enginn smáglæpur var og hefur staðið yfir í skotlandi á undanförnum mánuðum. Komist var upp um glæpinn vegna Osta Dorítos snakkspoka sem þjófurinn rændi í hvert skipti. Skoska fréttstofan segir nánar frá þjófnaðinum í þessu fréttamyndbandi.

 

ArInOl


Stóri Bróðir Er Stærri En Ég Hélt ! ! !

Því miður fyrir þá sem hafa haldið því fram að hér sé málfrelsi þá komst ég að því um daginn það ríkir eingöngu í einhverskonar bjagaðri útgáfu Því það er með öllu bannað að ýja eða draga að því að opinberir starfsmenn sum sé þingmenn, bæjarstjórar og fleiri sinni ekki starfi sýnu með öðrum hætti en góðum.

Árni Jónssen varð svo að orði að Gunnars Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri "væri vart starfi sínu vaxinn og hefði sinnt ýmsum verkum afar slælega." Árni sætir nú rannsókn lögreglu fyrir þetta en en burt séð með Árna og hansskoðanir þá gætu þessi ummæli hans vel átt við margan þingmanninn og upplýsist það því hér og nú að slíkt er með öllu óheimilt og varðar við almenn hegningarlög. í frétt þessari sem birtist í fréttablaðinu þann 15. júlí síðastliðin segir orðrétt að: "Aðdróttun gegn opinberum starfsmanni, sem varðar starf hans, er brot gegn hegningarlögum".

STÓRI BRÓÐIR FYLGIST MEÐ ÞÉR!Police


Mig hreinlega sviður i augun að Lesa Þessa frétt

"Gjaldfallnar skuldir Landspítalans við birgja nema 800 til 900 milljónum króna. Þessar rándýru skuldir hrannast upp vegna þess að stjórnmálamenn (vissir umfram aðra) telja það boðlega stefnu að skera fjárveitingar við trog og svelta spítalann. Ekki verður annað séð en að það sé gert í pólitískum tilgangi. Því þessar skuldir við birgja eru arfavitlausar; þarna er verið að kasta tugum milljóna króna vaxtagreiðslum beint út um gluggann, krónum sem væri kærkomnar til að stytta alltof langa biðlista." (Fengið að láni af Bloginu hans Fiðriks Þórs Guðmundssonar http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/592189/ )

 Mig hreinlega sviður i augun að Lesa Þessa frétt vitandi vel að það eru alveg til nóg af peningum þeir fara bara allir í spillingu og sukk með því að redda fjármálaráðuneytinu 1 milljarð á mánuði svo að stjórn alþingis og bakhjarlar d flokksins geti verið með einkavini á launum og flogið í rándýrum einkaþotum út i heim eins og þeim hentar.


mbl.is Nauðsynlegt að bregðast strax við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkir í Baugsmál!!!

 Tyrknesk stjórnvöld hafa nú farið að fordæmi Íslendinga og ákveðið að kæra ríka og háttvirta veraldlega menn sem þeim líka illa. Tyrknesk stjórnvöld fóru þó ögn öðruvísi leið þar sem sakborningar voru ákærðir um hryðjuverkagrun í stað samtíningsbull viðskiptabrota.

 

Tyrkir ákærðu þó mun fleiri í einu eða áttatíu og sex um hryðjuverkastarfsemi vegna meintrar þátttöku þeirra í áformum um að hrinda af stalli íslamskri stjórn landsins. Þar á meðal einn herforingja enn tyrkneski herinn er einskonar sjálfstætt starfandi stofnun og ber fyrst og fremst að vernda stjórnarskrá Tyrklands


mbl.is Ákærðir vegna valdaráns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki bara nálægt meðal vinnu íslenskra verkamanna?

Ég vinn við skrúðgarðyrkju, hellulagnir og lóðaframkvæmdir og yfirvinnan í síðasta mánuði  fór i 82 tíma hjá mer og er ekki að fara að minka i þessum mánuði
mbl.is Bílahönnuður vann yfir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengunarstíflan á Niðröj

 Á þéttbúinni og hinni gullfallegu plánetu Niðröj er risastífla. Fyrir neðan stífluna búa allir íbúar plánetunnar enda veldur stíflan því að plánetan sé lífvænleg. Því miður fyrir íbúa Niðröj bendir flest til þess að stíflan sé að bresta enda sjást orðið full margar sprungur auk þess sem nær allir vísindamenn telja svo vera. Stífluna má vel reina að laga í tæka tíð en það hefur ekki en þá verið reynt þar sem íbúarnir eru ekki alveg vissir hvort stíflan sé náttúruleg eða ekki þó flest bendi til þess gagnstæða auk þess sem íbúarnir deila hástöfum um það hvort hægt muni vera að gera við stífluna og að viðgerð myndi kosta frekari uppbyggingu á plánetunni í bráð. Það versta er þó að þvi lengur sem íbúarnir bíða aðgerðarlausir því meir eykst hættan að viðgerð muni ekki takast í tæka tíð þess vegna hefur fólk bara lokað augunum og lætur sem ekkert sé að.Pinch


Skrítð?

Enda mátti engin koma nema með leifi stóra bróður. Barnlausu fólki á aldrinum átján til 23. ára var meinað um aðgang að tjaldsvæðum bæjarins á írskum dögum.

SUS (þó ég verði seint talinn sjálfstæðismaður þó er ég frjálshyggjumaður mikil og er því sammála) segir ákvörðunina byggja  ,,á fordómum í garð ungs fólks, hún mismunar fólki eftir aldri og fjölskyldumynstri, hún er í engu samræmi við þau markmið sem henni er ætlað að ná fram, hún eykur gremju og reiði ungs fólk í garð laga og reglna samfélagsins, og fælir auk þess ungt fólk frá skipulögðu skemmtanahaldi þar sem reynt er að tryggja öryggi og læknisaðstoð."


mbl.is Allt gekk eins og best verður kosið á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.