Kapítalísk Spilling stjórnmálaflokka!

Stjórnmálaflokkar eru reknir með styrkjum og eru reknir eins og hvert annað fyrirtæki þ.e. þeir kaupa eitthvað og selja eitthvað. Þeir kaupa atkvæði og selja hugmyndir sýna um stjórnun landsins. Hugmyndirnar selja þeir aðallega til uppsleiktra auðmanna sem tilbúnir eru að “styrkja” (kaupa) hugmyndir flokkana án þess að það þurfi að koma fram hverjir styrktu hvern um hvað mikið. Peningarnir sem stjórnmálaflokkarnir fá í styrki eru svo notaðir til að kaupa atkvæði það er að mestu gert með auglýsingum í fjölmiðlum. Því verðum við að spyrja hvort er mikilvægara að selja hugmyndina til auðmanna eða kaupa atkvæðið. Það segir sig eiginlega sjálft að ef ekki er til fé til að kaupa atkvæði þá er fyrirtækið á hausnum.

  En vissulega er notast stjórnmálaflokkar ekki eingöngu við beinharða peninga til kaupa á atkvæðum td keppast þeir að því að kaupa átkvæði með því að sýnast viturlegir og eða reyna að höfða til fjöldans við hverslags jákvæð jafnt sem neikvæð tækifæri eins og td heimkomu handboltalandsliðsins og þannig reyna að nota sér vinsældir annarra til að auka sýnar eigin og spreða í það almanna fé. Sem betur fer eru líka til þeir sem kaupa hugmyndir stjórnmálaflokkana og borga fyrir sig með atkvæði sýnu en mjög erfitt er að greina á milli hvort atkvæðið var keypt með auglýsingabrellu eða hvort athæðið var greitt fyrir hugmyndina. Enda hefur stjórnmálaflokkum tekist að koma flest öllum í trú um að hið síðar nefnda sé hin heilagi sannleikur.

  Það getur ekki talist siðferðislega rétt að þjóðkjörnir einstaklingar skuldi sumum kjósendum meira en öðrum vegna styrkja sem þeir veittu flokknu enda býður slikt bara upp á valdníðslu efnameiri stétta og spillingu stjórnmálaflokka. Hvernig getur það verið lýðræði bjóðandi ef lýðræði er hægt að kalla að stjórnmálflokkar séu reknir með einkastyrkjum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Ingi Ólason

Á íslandi eru líka bestu fjölmiðlar í Heimi og er leitun ein af slíkum sannleika. Fjölmiðlarnir eru í eigu tveggja forríkra stórsamsteypa nema rúv en það á ríkið. Fjölmiðlar eiga margra hagsmuna að gæta og þar koma fremstir þeirra eigin. Allir fjölmiðlar íslendinga þrífast aðalega á auglýsingum sem einnig er ætlað til gróða. það hlýtur því hver heilvita maður að sjá að það er augljóslega til hagsmuna beggja aðila að auglýsingar séu birtar í auglýsinga vænu umhverfi. Fjölmiðlar þurfa einnig að reiða sig mikið á stjórnvöld og stór fyrirtæki til öflunar upplýsinga, Þeim reynist því oft frekar erfitt að gagngrína of mikið þá sem þeir reiða sig á að segja stöðugar fréttir og mæta reglulega til þeirra í viðtöl jafnvel þó að sá sé frekar nefstór. Hér á íslandi gerist oft í þágu almennings að stjórnmálamenn mæti ekki í viðtöl nema að þeim sé gefinn spurninga listi fyrirfram og í staðin fá fréttstofur hinsvegar að vita ýmsar lögleiðingar og annað slíkt á undan almenningi sem auðveldar fjölmiðlum auðvitað mikið störfin. Því passa fjölmiðlarnir vel upp á að segja Íslendingum ekki allan sannleikann um ísland því þeim gæti það líka sárnað. Um dagin stóð til dæmis í Mogganum að ísland væri Fjórtánda frjálsasta ríkið en slíkar fullyrðingar velta í raun algerlega á því hvernig frelsi er túlkað. Auðvitað er Ísland frjálsasta ríkið í heimi því ísland ein óspilltalandið sem fyrir fyns í heiminum. Auk þess birtast reglulega 100% marktækar kannanir með vafasömum úrtökum og auðvitað allt í þágu hinu frábæra kapítalismaríki.

Aron Ingi Ólason, 31.8.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband