Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
21.7.2008 | 21:38
Helst í fréttum; Stórþjófnaður í Skotlandi
Enginn smáglæpur var og hefur staðið yfir í skotlandi á undanförnum mánuðum. Komist var upp um glæpinn vegna Osta Dorítos snakkspoka sem þjófurinn rændi í hvert skipti. Skoska fréttstofan segir nánar frá þjófnaðinum í þessu fréttamyndbandi.
ArInOl
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 22:44
Stóri Bróðir Er Stærri En Ég Hélt ! ! !
Því miður fyrir þá sem hafa haldið því fram að hér sé málfrelsi þá komst ég að því um daginn það ríkir eingöngu í einhverskonar bjagaðri útgáfu Því það er með öllu bannað að ýja eða draga að því að opinberir starfsmenn sum sé þingmenn, bæjarstjórar og fleiri sinni ekki starfi sýnu með öðrum hætti en góðum.
Árni Jónssen varð svo að orði að Gunnars Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri "væri vart starfi sínu vaxinn og hefði sinnt ýmsum verkum afar slælega." Árni sætir nú rannsókn lögreglu fyrir þetta en en burt séð með Árna og hansskoðanir þá gætu þessi ummæli hans vel átt við margan þingmanninn og upplýsist það því hér og nú að slíkt er með öllu óheimilt og varðar við almenn hegningarlög. í frétt þessari sem birtist í fréttablaðinu þann 15. júlí síðastliðin segir orðrétt að: "Aðdróttun gegn opinberum starfsmanni, sem varðar starf hans, er brot gegn hegningarlögum".
STÓRI BRÓÐIR FYLGIST MEÐ ÞÉR!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 22:11
Mig hreinlega sviður i augun að Lesa Þessa frétt
"Gjaldfallnar skuldir Landspítalans við birgja nema 800 til 900 milljónum króna. Þessar rándýru skuldir hrannast upp vegna þess að stjórnmálamenn (vissir umfram aðra) telja það boðlega stefnu að skera fjárveitingar við trog og svelta spítalann. Ekki verður annað séð en að það sé gert í pólitískum tilgangi. Því þessar skuldir við birgja eru arfavitlausar; þarna er verið að kasta tugum milljóna króna vaxtagreiðslum beint út um gluggann, krónum sem væri kærkomnar til að stytta alltof langa biðlista." (Fengið að láni af Bloginu hans Fiðriks Þórs Guðmundssonar http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/592189/ )
Mig hreinlega sviður i augun að Lesa Þessa frétt vitandi vel að það eru alveg til nóg af peningum þeir fara bara allir í spillingu og sukk með því að redda fjármálaráðuneytinu 1 milljarð á mánuði svo að stjórn alþingis og bakhjarlar d flokksins geti verið með einkavini á launum og flogið í rándýrum einkaþotum út i heim eins og þeim hentar.
Nauðsynlegt að bregðast strax við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 20:15
Tyrkir í Baugsmál!!!
Tyrkir ákærðu þó mun fleiri í einu eða áttatíu og sex um hryðjuverkastarfsemi vegna meintrar þátttöku þeirra í áformum um að hrinda af stalli íslamskri stjórn landsins. Þar á meðal einn herforingja enn tyrkneski herinn er einskonar sjálfstætt starfandi stofnun og ber fyrst og fremst að vernda stjórnarskrá Tyrklands
Ákærðir vegna valdaráns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 00:20
Er þetta ekki bara nálægt meðal vinnu íslenskra verkamanna?
Bílahönnuður vann yfir sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 19:55
Eru Íslendingar Kindur?
það mætti halda að Íslendingar afseldul sér rétti sinum til að vera sjálfstæðir með öllu þegar þeir skrifuðu undir gamla sáttmálan og gerst hjarðdýr.
Gerð var tilraun i Bna; í tilrauninni tóku þátt 4 leikendur einn spyrjandi og þrír leku svarendur siðan bættist við eitt tilraunar dyr i stofuna. Spyrjandinn spurðu svarendurnar hvort strik A, B eða C væri jafn stor mynd af striki sem samsvaraði stærð striks b leikendurnir svöruðu allir C og þá kom það áhugaverða í ljós að tilraunadýrin treystu engan vegin sinni eigin skynsemi heldur fylgdu hópnum og svöruðu líka C.
Margar tilraunir hafa verið gerðar um háhrif hópþrýstings hér er td ein skondin útgáfa og önnur sem sýnir aðeins alvarlegri áhrif:
http://video.stumbleupon.com/#p=cyqu5pra15
http://video.stumbleupon.com/#p=99rd2n6d4m
Íslendingar virðast vera ótrúlega næmir fyrir flest öllum hópþrýsting sem skýrir gríðarlega neyslu þeirra, vilja til yfirvinnu og gengi flokka í kosningum. Þess vegna veitir ekki af að útskýra fyrir mörgum i hvað formi þessi þrýstingur birtist; Hopþrýstingur kemur oft í formi auglýsinga skoðanakannana og viðtölum:
dæmi "íslendingar gera svona", íslendingar eru skinsamt fólk og velja því, 56% islendinga eru ánægð með störf XXX-flokksins 43% kjosa þennan flokk... osf
Þessi hegðun verður að teljast ákaflega sérstök þar sem um 95% þjóðarinnar er fyllilega fært um rökhugsun; ef að þeim er sagt kostirnir við a og ókostir velja langflestir alltaf þann möguleika sem er betri (undantekningin skýrist þó að miklu leiti af þingmönnum sem virðast eiga óskaplega erfitt með að hafa siðferði til að spillast ekki.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2008 | 15:45
Hvernig Lýðræði gæti virkað
Ísland er fámennt samfélag. Eins og raun ber vitni, getur þessi einokun valds orðið til þess að sérstakir hópar fólks í samfélaginu geta orðið geysilega valdamiklir og þannig stýrt ákvörðunum sér í hag. Í fámennu samfélagi er auðveldara að mynda tengsl milli áhrifaríkra hópa fólks - efnahagsráðandi og pólitíkusar. Á Íslandi eru nauðsynlega sterkt tengsl á milli ríkra og stjórnmálamanna. Þess vegna er nauðsynlegt að auka lýðræði almennings á Íslandi og snúa pýramídanum við.
Of lengi höfum við lifað i þeirri blekkingu að við getum ekki vitað hvað er sjálfum okkur fyrir bestu. Ef við erum fær til þess að kjósa einhvern flokk sem á að sinna þeirra bestu hagsmunum þá hljótum við að vera færari til þess að dæma hverjir okkar bestu hagsmunir eru. Of lengi höfum við kosið okkur apakött til að stjórna okkur vitandi vel að það getur enginn venjulegur maður farið á þing án fjárhagslegs stuðnings fyrirtækja og hver veit hvers.
Með nýrri tækni eins og upplýsingamiðlum og auðkennislyklum er hægt að gera lýðræði hér mun beinna og opnara en það er í dag. Í fyrst lagi ætti:
Almenningur að hafa vetó vald með ákveðnum fjölda undirskrifta og þaðan færi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem færi fram á netinu með hjálp auðkennislykla
Einnig ætti almenningur að hafa vald með ákveðnum fjölda undirskrifta til að kalla fram mál í þjóðaratkvæðagreiðslu sem vísað hefur verið frá af fulltrúum landsins.
Undirskriftum ber að vera auðvelt að safna í gegnum almiðil (þar til gerða net síðu) og til að tryggja engar falsannir yrði að gefa upp númerið á þar til gerðum auðkennislykli.
Almenningi verði gert kleift að leggja fram tillögur á löggjafaþingið beint með því að safna ákveðnum fjölda undirskrifta.
Öll Kjördæmi gerð að einmenningskjördæmum og kjördæmum fjölgað sem nemi þing sætum til að tryggja persónulega nálægð og traust frambjóðenda við kjósenda.
Þar að auki verða engar stjórnarmyndanir leifðar og stjarnmalamönnum ætti að vera bannað að bjóða sig fram undir formerkjum stjornmalaflokka og hugsar þá hver alþingismaður fyrir sig og kýs eftir eigin brjósti en ekki höfuðpörum flokksins.
þingmönnum fjölgað til muna i akveðna prósentu af þjóðinni i stað ákveðnar tölu eða i lágmark 0,001 % (Um 300) i stað 2,0666666666666666666666666666667e-4
En þetta eru svona grundvallar tillögur að bættu lýðræði en ekki gleyma því að þú ert einn af okkur og ættir því að hafa eitthvað um málið að segja endilega komið með fleiri tillögur, segið ykkar skoðanir og gagnrýnið á lýðræðislegan hátt.
8.7.2008 | 23:20
Mengunarstíflan á Niðröj
Á þéttbúinni og hinni gullfallegu plánetu Niðröj er risastífla. Fyrir neðan stífluna búa allir íbúar plánetunnar enda veldur stíflan því að plánetan sé lífvænleg. Því miður fyrir íbúa Niðröj bendir flest til þess að stíflan sé að bresta enda sjást orðið full margar sprungur auk þess sem nær allir vísindamenn telja svo vera. Stífluna má vel reina að laga í tæka tíð en það hefur ekki en þá verið reynt þar sem íbúarnir eru ekki alveg vissir hvort stíflan sé náttúruleg eða ekki þó flest bendi til þess gagnstæða auk þess sem íbúarnir deila hástöfum um það hvort hægt muni vera að gera við stífluna og að viðgerð myndi kosta frekari uppbyggingu á plánetunni í bráð. Það versta er þó að þvi lengur sem íbúarnir bíða aðgerðarlausir því meir eykst hættan að viðgerð muni ekki takast í tæka tíð þess vegna hefur fólk bara lokað augunum og lætur sem ekkert sé að.
Dægurmál | Breytt 14.7.2008 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2008 | 21:25
Skrítð?
SUS (þó ég verði seint talinn sjálfstæðismaður þó er ég frjálshyggjumaður mikil og er því sammála) segir ákvörðunina byggja ,,á fordómum í garð ungs fólks, hún mismunar fólki eftir aldri og fjölskyldumynstri, hún er í engu samræmi við þau markmið sem henni er ætlað að ná fram, hún eykur gremju og reiði ungs fólk í garð laga og reglna samfélagsins, og fælir auk þess ungt fólk frá skipulögðu skemmtanahaldi þar sem reynt er að tryggja öryggi og læknisaðstoð."
Allt gekk eins og best verður kosið á írskum dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2008 | 17:13
Kraftaverk Íslenskra Banka og fjármálakerfisins
Útskýring á því hvernig bankar geta endalaust grætt en jafnvel þó þeir græða þarf samt að bjarga þeim.
Peningar og skuldir eru í raun drifkraftur hagkerfis okkar en þó sérstaklega síðari þátturinn. Flestir telja að peningar séu gefnir út af seðlabankanum en það er eingöngu lítill hluti peninga. Meirihluti peninga kemur í formi skulda og lána búinn til af einkafyrirtækjum betur þekkt sem bankar. Flest okkar telja að bankinn láni peninga sem honum hefur verið treyst fyrir af innleggendum. Auðvelt að ímynda sér en alls ekki satt. Hvernig heldurðu að bókhaldið myndi ganga upp? Hefurðu einhverntíma lent í því að innistæða þín í bankanum hafi verið lækkuð til þess að bankinn geti lánað hana?
Í rauninni þá býr bankinn til peningana sem hann lánar. Bankinn gefur út tékka sem eru í raun sérstakt form peninga þar sem því má skipta og nota í raunvirði peninga. Þessir tékkar eru gefnir út af loforði lántakans einusaman til að greiða skuldina til baka. Bankinn færir svo inn á reikning viðkomandi lántaka skuld upp á tiltekna upphæð. Undirskrift lántakans á láns pappírunum er skuldbinding hans til þess að borga tiltekna skuld auk vaxta og verðtryggingu eingöngu ef húsið bílinn eða viðkomandi eiga er lögð undir sem veð. Sama undirskrift krefst þess að bankinn fær að skapa í tilurð magn lánsins á reikning lántakans. Það eina sem hann þarf að passa upp á er að eiga næga lausafjárstöðu fyrir þá sem taka út af bankabókum sínum. En litlar áhyggjur þarf hann þó að hafa vegna þess að iðulega er aldrei tekið út meira en sem nemur inngreiddum skuldum. vísitölutryggingum osf. Svo til vara er svo kallaður seðlabanki en hann lánar bönkunum peninga ef þeir lenda í lausafjárvandræðum. Sömu sögu er að segja þegar lántaki skrifar undir kreditkorta afrit.
Árið 2006 eyddu íslendingar 245 milljörðum kr með kreditkortum og skrifuðu undir Tékka að andvirði 210 milljarða kr ( ársskýrsla seðlabanka Íslands 2006, bls 17.). Á sama tíma voru eingöngu í notkun litlir 14,5 ma.kr ( Ársskýrsla Seðlabanka Íslands 2006, bls 16.)
Í sérefni KB banka um afleiðingar aukins peningamagns sem gefinn var út undir fyrirsögninni; Peningar, bankar og verðbólga þann 28 maí 2004 ber að líta á bls 3:
"Þegar minnst er á peningamagn verður líklega flestum hugsað til mislitra pappírsseðla sem ganga manna á milli í viðskiptum. Hins vegar er það svo að seðlar og mynt í umferð meðal almennings - sem eru 7-8 milljarðar - eru aðeins brot af því peningamagni sem er til staðar í efnahagslífinu. Langstærsti hluti peningamagns í
umferð liggur á reikningum innan bankakerfisins. Til að mynda var fjármagn á tékkareikningum og almennum sparisjóðsbókum um 110 milljarðar í janúar 2004 og hafði aukist um 47 milljarða frá sama mánuði árið 2003."
Til að skilja betur hvernig þetta kom til hafðu í Huga þessa einföldu og stuttu sögu um tilurð banka.
Ævintýri gullsmiðsins.
Oft á tíðum í fortíðinni var nokkurnvegin hverju sem er skiptalegu sem peningum. Viðkomandi hlutur þurfti bara að vera færanlegur og nóg af fólki þurfti að hafa trú á því að þessum peningum gæti verið skift fyrir raunveruleg verðmæti eins og td. mat klæði og skýli. Skeljar, kakóbaunir, fallegir steinar og jafnvel fjaðrir hafa í gegnum tíðina verið notaðir sem peningar. Gull og silfur eru hrífandi og mjúkir málmar sem auðvelt er að vinna með svo sum þjóðfélög urðu einskonar sérfræðingar í þessum málmum.
Gullsmiðir gerðu vöruskipti mun einfaldari með því að slá myntir. Staðalaðar einingar þessara málma. Til þess að vernda gull sitt þurfti gullsmiðurinn að fá sér peningaskáp og fljótlega vildu nágrannar hans líka fá að geima gullið sitt og aðra eins hluti gegn leigu í skáp gullsmiðsins til að vernda sýn eigin verðmæti. Ekki leið á löngu þar til gullsmiðurinn var farinn að leigja hverja einustu hillu í skápnum og þéna smá upphæð í staðinn.
Árin liðu og gullsmiðurinn tók eftir því að innleggendur komu sjaldnast inn að sækja sitt raunverulega gull og hvað þá að þeir komu allir í einu. Það var vegna þess að ávísanirnar sem gullsmiðurinn hafði búið til sem kvittanir fyrir gullinu voru notaðar sem jafnvirði gullsins á markaðnum eins og þær væru gullið sjálft. Þessir pappírspeningar voru svo sannarleg mun þægilegri en þungar myntpyngjur. Á meðan á þessu stóð stundaði gullsmiðurinn annarskonar viðskipti. Hann lánaði út gull sitt og rukkaði vexti. Þegar hinir handhægu pappírspeningar voru samþykktir á markaðnum byrjuðu lántakendur að spyrja frekar um lánin í formi þessara ávísana í staðinn fyrir hina raunverulegu málama. Þessi reksturinn jókst og fleira og fleira fólk bað gullsiðinn um lán og það gaf gullsmiðinum jafnvel enn betri hugmynd.
Gullsmiðurinn vissi að afar fáir innleggendur komu einhverntíma að sækja gullið sitt svo gullsmiðurinn fattaði að hann gæti auðveldlega komist upp með að lána gullið þeirra út líka í formi þessara ávísana. Svo lengi sem lánin voru borguð til baka myndu innleggendur aldrei taka eftir þessu og gullsmiðurinn nú meiri banki en listamaður fengi þá mun meiri hagnað en ef hann lánaði hefði bara lánað út gullið sitt.
Árum saman naut gullsmiðurinn góðrar innkomu af útlánum inneigna innleggenda. Nú á stöðugri uppleið og orðin mun ríkari en allir aðrir í bænum óx sá grunur að gullsmiðurinn væri farinn eyða peningum innleggenda sinna í sjálfan sig, Innleggendur komu sér saman og hótuðu að taka út allt gullið sitt ef að gullsmiðurinn segði ekki frá því hvernig hann hefði orðið svona skjótauðugur. Þvert á móti það sem margan hefði grunað þá endaði þetta alls ekki illa fyrir gullsmiðinn. Þrátt fyrir allt saman þá gekk hugmynd hans upp. Innleggendur höfðu ekki tapað neinu og gullið þeirra var allt öruggt í skáp smiðsins. Í stað þess að taka aftur gullið sitt kröfðust innleggendur því frekar að gullsmiðurin nú raunar bankinn þeirra myndi gefa þeim skerð með því að greiða þeim ákveðna vexti. Það varð svo upphafið af nútíma bönkum.
Það er samt ekki öll sagan, Gullsmiðurinn okkar var nú alls ekki sáttur með þær tekjur sem eftir stóðu og krafan um lán fór ört vaxandi. Þá fék gullsmiðurinn jafnvel enn betri og gráðugri hugmynd. Þar sem enginn nema hann sjálfur vissi hversu mikið og hvað væri í rauninni geymt í peninga skápnum hans þá gæti hann gefið út ávísanir fyrir gulli sem var ekki einu sinni þar. Svo lengi sem allir eigendur ávísana komu ekki allir á sama tíma hvernig myndi nokkur maður finna þetta út? Þessi nýi skandall virkaði mjög vel og bankarnir urðu gríðarlega ríkir á vöxtum á gulli sem ekki var einusinni til. Sú hugmynd að bankinn gæti bara skapað peninga úr engu var einfaldlega of fáránleg fyrir fólk að trúa svo um langan tím datt það engum í hug. En á endanum vaknaði enn og aftur upp einhver grunur meðal bæjarbúa. Sumir lántakendur byrjuðu á að krefjast alvöru gulls í stað ávísana og sá orðrómur komst út. Skyndilega mætti tylftir ríkra innlegganda í bankann og kröfðust þess að fá gullið sitt. Leikurinn var úti blekktir innleggendur hópuðust saman fyrir utan bankann og kröfðust innstæða sinna. En auðvitað var ekki nægilega mikið gull til og kallast Þetta hlaup á bankann (e. a run on the bank.)
Að öllu eðlilegu hefði það þótt sjálfsagt að banna þá iðn að skapa sér peninga úr engu en þar sem þess konar lán voru orðnir nauðsýnlegir drifkraftar hagkerfisins var þetta í staðein lögleitt og vissar hömlur settar á. Bankarnir féllust á lágmark útgefnar tilbúnapeninga til móts við lausafjárstöðu á hlutfallinu 1 á móti 9 þ.e.a.s. fyrir eina milljón gat bankinn lánað tíu og fyrir þær tíu sem svo bærust inn á reikning einhvers annars sem tékkanum skifti getur bankinn lánað út aðrar nýju sem þýðir að í raun getur bankinn lánað fyri 1 milljón hátt í 100 milljónir eða ávalt meira en eftirspurn á lánsfé.
Hér heima stóð svo ríkistjórnin í ströngu í baráttu við óðaverðbólguna á áttunda áratuginum og afnam launaverðtryggingu og löleiddi vísitölutryggingu á lánum með afborganir lengri en til 5 ára árið 1979. Í flestum örðum löndum þar sem vísitölutryggingu er viðhöfð á annað borð tíðkast allt önnur tegund vísitölutryggingar þar sem verðbólgan reiknast ofan á ársvextina en ekki höfuðstólin og mánaðarvexti. Með því að verðtryggja höfðustólinn losnar lánveitandinn við svokallaða verðbólguáhættu úr láninu og varpar henni á lántakann. Þegar verðbólgan hækkar þá hækkar sjálfkrafa lánið og vextirnir líka því hvor tveggja er verðtryggt Nokkur ríki voru með þetta kerfi en næstum öll hafa aflagt það vegna þess hversu illa það kom út fyrir lánamarkaðinn og þá sem voru skuldsettir. Í dag er þetta fyrirkomulag aðeins í Chile, Ísrael og á Íslandi. Það er stutt síðan það var afnumið í Mexico. En þetta er gert hér til að hald trúnni og verðmæti á íslensku krónunni sem gengur misjafnlega. Með þessu gerist sá ótrúlegi hlutur að höfuðstóllinn hækkar í stað þess að lækka við hverja afborgun sem veldur að lántakendur þurfa oftar en ekki að borga sama lánið allt að 6 sinnum enda hlýtur það að teljast einhvað mesta kraftaverk í heiminum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)