Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
6.7.2008 | 12:18
Ísland Best í Heimi
Á íslandi býr sjálfstætt fólk. Enda kjósa flestir þeirra sjálfstæðisflokkinn. Íslendingum hefur verið talinn trú um að þeir séu flestir það treggáfaðir að þeir vita ekki hvað er sjálfum sér fyrir bestu og kjósa sér því stjórnanda til að stjórna sér. Leiðtogar þeirra segjast þjóna hagsmunum Íslendinga þrátt fyrir að hver Íslendingur hljóti að vera færari til að dæma hverjir hans bestu eigin hagsmunir eru. En þetta kalla íslendingar lýðræði.
Á íslandi eru líka bestu fjölmiðlar í Heimi og er leitun ein af slíkum sannleika. Fjölmiðlarnir eru í eigu tveggja forríkra stórsamsteypa nema rúv en það á ríkið. Fjölmiðlar eiga margra hagsmuna að gæta og þar koma fremstir þeirra eigin. Allir fjölmiðlar íslendinga þrífast aðalega á auglýsingum sem einnig er ætlað til gróða. það hlýtur því hver heilvita maður að sjá að það er augljóslega til hagsmuna beggja aðila að auglýsingar séu birtar í auglýsinga vænu umhverfi. Fjölmiðlar þurfa einnig að reiða sig mikið á stjórnvöld og stór fyrirtæki til öflunar upplýsinga, Þeim reynist því oft frekar erfitt að gagngrína of mikið þá sem þeir reiða sig á að segja stöðugar fréttir og mæta reglulega til þeirra í viðtöl jafnvel þó að sá sé frekar nefstór. Hér á íslandi gerist oft í þágu almennings að stjórnmálamenn mæti ekki í viðtöl nema að þeim sé gefinn spurninga listi fyrirfram og í staðin fá fréttstofur hinsvegar að vita ýmsar lögleiðingar og annað slíkt á undan almenningi sem auðveldar fjölmiðlum auðvitað mikið störfin. Því passa fjölmiðlarnir vel upp á að segja Íslendingum ekki allan sannleikann um ísland því þeim gæti það líka sárnað. Um dagin stóð til dæmis í Mogganum að ísland væri Fjórtánda frjálsasta ríkið en slíkar fullyrðingar velta í raun algerlega á því hvernig frelsi er túlkað. Auðvitað er Ísland frjálsasta ríkið í heimi því ísland ein óspilltalandið sem fyrir fyns í heiminum. Auk þess birtast reglulega 100% marktækar kannanir með vafasömum úrtökum og auðvitað allt í þágu hinu frábæra kapítalismaríki.
En Íslendinum er líka eiginlega alveg sama um allt þetta því þeir eiga svo mikið af dóti og er Íslendingum mjög annt um dótið sitt og leggja mikið upp úr því að finna sér stað fyrir allt þetta dót. Þessvegna búa íslendingar í stórum og dýrum húsum. Því stærra því betra. Hús eru í raun bara staður þar sem Íslendingar geyma allt draslið sitt. Því má eiginlega segja að hús séu í raun yfirbyggðir haugar af drasli og þegar þeir fara frá dótinu sínu er eins gott að læsa því. þú vilt ekki að einhver liti við og taki eitthvað af draslinu þínu á meðan þú ert úti að afla peninga fyrir eða kaupa meira drasl. Íslendingum var svo annt um að byggja yfirbyggingar fyrir draslhauga utan um allt dótið sitt að þeir byggðu meira að segja allt of margar.
Í þversagnakenndu lýðræði fara peninga menn með völdin. Þeir eiga næstum allt nema eigur almúgans en þær eiga bankarnir. Til þess að geta tekið þátt í stjórnun í hinu frábæra lýðveldi Íslands verður sá hin sami að eiga peninga. Íslendingar notast við íslenskar krónur sem virka eins og skopparabolti. Eina stundina er hann hátt upp í skýjunum en þá næstu liggur hann á botninum. Stundum skoppar hann svo hratt að sumir íslendingar eru ríkir að morgni en fátækir að kvöldi. Ríkari peninga menn gefa því upp eigur sínar í evrum á meðan íslendingar gefa upp skuldir sínar í krónum.
"Þegar allt er komið í kaldakol" eins og nú "er það algengt viðbragð að hefja leit að sökudólg. Þjóðin þarf þó ekki að leita langt í þetta skiptið. Hún finnur hann í speglinum inni á baðherbergi. Árið 2005 var sett met í halla á viðskiptum við útlönd. Hallinn var 16,5 prósent af landsframleiðslu og átti sér ekki hliðstæðu meðal OECD-ríkjanna. Okkur tókst þó að stórbæta þetta vafasama met strax árið eftir þegar viðskiptahallinn sló nálægt 26 prósentum. Það ár var ójöfnuðurinn í vöruskiptum við útlönd 300 milljarðar. Megnið af því, eða um tveir þriðju, voru vegna neyslu íslensku eyðsluklóarinnar, ekki varanlegra fjárfestinga á borð við stóriðjuframkvæmdirnar fyrir austan." (fengið að láni í grein Jón Kaldal; Hamfarir í sjónmáli)
Á íslandi er fjármálakerfið kraftaverki líkast. Þar skuldar hvert mansbarn að meðaltali um 6 milljónir íslenskra króna sem gerir rúma 1800 milljarða en þrátt fyrir það eru bara til í hagkerfinu litlir 15 milljarðar króna ef marka má nýjustu ársskýrslu seðlabanka Íslands. Til að halda trú og verðmæti á íslensku krónunni sem gengur misjafnlega er notast við vísitölutryggingu þar gerist sá ótrúlegi hlutur að lán íslendinga hækka við hverja afborgun og oft þurfa þeir því að borga sama lánið allt að 6 sinnum enda hlýtur það að teljast einhvað mesta kraftaverk í heiminum og græða þar bankar á hverri tá og fingri en það er gott því bankinn er vinur okkar. Bankar eru í eðli sínu eins konar mjaltavélar eins og Þráinn Bertelson sagði sem fyrirtæki og gráðugir einstaklingar nota til að gæða á almenningi. Auðvitað eru fleiri slíkar mjaltamaskínur í gangi til að hámarka gróðann á íslendingum. En Flestum íslendingum finnst ekki slæmt að láta græða á sér því þeir geta farið í tölvuna og ekið á fína jeppanum, horft á áróðursþvottvélarnar og skvett í sig um helgar
Því hlýtur Ísland group ltd að vera BESTA Land í Heimi .
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.8.2008 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)