Sýndarmenska og ekkert annað

Mikið djöfull varð ég pirraður yfir kastljósi í gærkvöldi þegar Jóhanna í drottningar viðtali var að útskýra þennan "sáttmála" og varð að útskýra hvað væri og ætti að gerast fyrir heimilin og sagði að þau hefðu til að mynda afnumið skatta af afskriftum og taldi það koma til góða almennings.

Í fyrsta lagi hver ákveður hvaða skuldir er verið að afskrifa og ef menn ætla í þann pakka ættu menn ekki að afskrifa allar skuldir til jafns? En ekki bara einhverja útvalda. Ef menn færu þá leið eins og hún reyndi að láta það líta út fyrir að afskrifa bara þær skuldir sem þarf nauðsýnlegast að afskrifa, en þá eru menn fyrst farnir að verðlauna skuldara og slíkt myndi þar af leiðandi ekki hafa nein teljandi áhrif á hjól atvinnulífsins þar sem þeir sem afskriftirnar fengu væru eingöngu þeir sem væru hvort eð er í þannig stöðu að eftir afskriftir ættu þeir ekkert efni á mikið meira en því allra nauðsynlegasta uppihaldi.

Í öðru lagi þá eru einu skuldirnar sem ég hef heyrt að hafi verið afskrifaðar; kúlulán bankamanna.

í þriðja lagi kemur skattur sökum "skyndilegrar" innkomu sem verður til við afskriftir kúlulána ekki til með að hjálpa almenningi eða venjulegum heimilum heldur eingöngu banka elítuni.

Í fjórða lagi var mér hugsað til hverslags fjölmiðla druslur við erum með á þessu ríkissjónvarpi sem greinilega hvorki geta né þora að spyrja almennilegra spurninga. Eða koma fram með nokkra útreikninga sýna hversu ástandið er alvarlegt eða hvað þá spyrja út frá slíku. 

Mér gjörsamlega blöskraði, ég sagði á bloggi Óskars Helga um daginn að annað hvort væri hún verulega heimsk eða óheiðarleg ég er farinn að hallast að því seinna þó ég sé ekki viss hvort er skárri kostur.

Bara sama gamla sagan þar sem fátækari 90% borga til ríkari 10%. Svo tala menn um að lénsherra kerfið hafi verið afnumið. staðreyndin er sú að allt í senn þrælahald nýlendur og lénskerfin voru aldrei lögð af heldur bara skipt út fyrir efnahagslega hlekki ánauðar. Að vísu voru Íslendingar Stick Free þar til nú. Ég bendi fólki á að horfa á myndina the Great African Scandal sem lýsir hvernig ástandið mun verða hérna eftir nokkur ár. Það verður reyndar að sumu leiti verra hérna því fólk er gjörsamlega  bundið fast við húsin sýn. Ég endurtek bara eins og einn bloggarinn sagði Til Fjandans Með Fullveldið

mikið andskoti væri ég án allrar samúðar ef einhver tæki sig til og kjöldragi þetta lið.


mbl.is Til hamingju með sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband