Mein göllluð Galdþrotalög setja fólk á götuna og eru ein af ástæðum yfir lánunar heimila, Nýtt Frumvarp stendur til bóta

Nú er inn í einhverri nefnd á alþingi frumvarp til að breyta gjaldþrotalögunum á íslandi en þau hafa hingað til verið þess eðlis að bankar láni of mikið og of mörgum. Ég vil samt benda á að skuldir heimila og fyrirtækja voru bara brot af því sem íslenskir bankar lánuðu út, þar sem megnið af útlánum þeirra reyndist vera til fárra félaga þeirra á toppnum. En eftir standa samt heimili landsins skuldsett upp í topp.

í mesta góðærinu var eitt vandamálanna að áhættan var undir metinn. það sem átt er við er að vextir og lánakjör voru of góð svo að fólk var of gjarnt á að skuldsetja sig. Þar af leiðandi voru Íslendingar þá þegar áður en kreppan "skall á" ein skuldsettasta þjóð veraldar ef heimili og fyrirtæki voru borin saman hlutfallslega miðað við skuldsetningar annar þjóða í heiminum. Þannig voru Íslendingar búnir að yfirlána sjálfum sér svo að eignaukningin og verðmætasköpunin þurfti að vera svo mikil til að standa undir þessu að óraunhæf hlaut að teljast að slíkt gæti orðið enda sáu það margir fyrir í endan á þessari vitleysu og reindu þar af leiðandi að koma sér út eða um það skrifuðu. þegar kreppan svo "skellur á" hrinur eignaverðið svo að pakkinn lendir margfaldur á verðmætasköpun sem er hið raunverulega hagkerfi. Ein af ástæðum yfirlánunar tel ég vera núverandi gjaldþrotalög sem eru þannig gerð að þau binda hvern þann sem verður gjaldþrota sem slíkan í amk 15 ár.

Þrátt fyrir þessa skuldahlekki gjaldþrota sem annars biðu voru vextir ekkert sérstaklega lágir til venjulegs verkafólks sökum hávaxtastefnu seðlabankans sem með henni þóttist slá niður á þensluna en jók hana raunar með aukningu í sölu jöklabréfa. 

þegar samfélagsáttmálinn brestur milli ríkisins, almennings og bankans sem svo hljóðar að ég mun borga mínar skuldir ef þú ríkistjórnin og bankinn gætið þess að ég fái borgað mannsæmandi laun til þess greiða af mínum lánum eins og nú er komið fyrir mörgum. þannig er til að mynda sáttmálin með öllu brostin þegar fólk er sokkið í skuld og fær hvergi vinnu.

Að skila lyklinum er samt ekki jafn gott og það hljómar sumir benda á að fólk til að mynda í bandaríkjunum lendi á svörtum lista og aðrir bæta við að fái aldrei lán. Hvað varðar listann getur vel verið rétt en það er langt því frá að menn fá aldrei aftur lán. Þar var öfugt farið vegna þess að eftir að Bush breytti lögunum þannig að viðkomandi gæti eingöngu verið dæmdur gjaldþrota einu sinni leituðust bankar og kreditkortafyrirtæki hreinlega í að komast í viðskipti við ný gjaldþrota fólk vegna þess að það var svo líklegt að viðkomandi lendi í vanskilum aftur og þá var hægt að rukka dráttarvexti sem svo á endanum verða svo miklir að viðkomandi getur aldrei greitt niður skuldina. Vegna þess að hann er raunar löngu búinn að greiða raunvirðið en eltist endalaust við okur vexti sem bankarnir mokgræða á til lengri tíma. (slíkt má kalla Modern economic slavery)

Það var hins vegar ekki svona fyrir þessi umdeildu lög. Ef þú komst í fátækra hverfi í bandaríkjunum sástu líklega hundruð skrifstofa sem sérhæfðu sig í því að gera fólk gjaldþrota og af því má álykta að allmargir nýttu sér þá þjónustu. Vegna þess að hugmyndafræðin á bak við gjaldþrotalögin er að gefa fólki annað tækifæri. Henry Ford var til að mynda gjaldþrota í fyrsta skiptið. Þar að auki eru það gjaldþrotalögin sem eiga að sjá til þess að þegar skuld er orðin ógreiðanleg komist fólk undan þeim skuldahlekkjum og bankinn tapi eða ef lögin voru góð, lánaði aldrei peninga til fólks sem hafði vart eða ekki efni á því að taka lán. 

Auðvitað er það og hefur verið þannig að bankastofnanir eru alltaf með tryggingu fyrir sínum innistæðum. Bæði í formi veðs og vaxta. Ef veðið dugir ekki eins og lögin eru hér í dag þá leggst restin af skuldinni ofan á viðkomandi og svo sjá þjónustur í eigu bankanna eins og intrum um að passa að viðkomandi komist ekkert næstu 15 árin nema að hafa borgað sína skuld og vel það. þess vegna voru bankar alltof reiðubúnir að lána fólki sem átti ekki efni á því fyrir stærra húsi eða betri bíl vegna þess að bankinn fékk alltaf sitt til baka og gott betur.

Í það heila er fólk samt alltaf viljugt til þess að borga sínar skuldir vegna þess að það vill ekki fá á sig vanskila stimpil, en þegar samfélagssáttmálinn riðlast hefur fólk einfaldlega ekki efni á því. Þar af leiðandi voru gjaldþrotalögin ásamt miklu aðgengi af fjármagni sökum jöklabréfa sökum hárra vaxta stefnu hér á landi þess eðlis að þau stuðluðu að yfirlánun líkt og gerðist fyrir kreppuna miklu 1930. Það er því nokkuð ljóst að núverandi gjaldþrotalög eru alltof ströng. hve langt menn eiga að ganga í hina áttina veit ég ekki en menn eiga amk ekki að þurfa að greiða af út af standandi skuldum eftir gjaldþrot í meira en 5 ár.

Nú stendur til að bæta úr þessu en Lilja Mósesdóttir o.fl. hafa lagt fram "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samningsveð nr. 75/1997",  og "tekur á þessu með þeim hætti að ekki verður hægt að ganga að skuldara fyrir hærri upphæð en samningsveðinu og ekki verður hægt að halda úti kröfum á viðkomandi vegna þess sem ekki innheimtist." (Þór Saari)  Hættan er samt sú að full langt sé gengið þar sem með þessum lögum gæti fólk þess vegna bara skilað lyklinum en á móti kemur að fólk vill yfirleitt greiða af lánum sínum svo lengi sem það hefur efni á því og lögin eru af því leitinu til sanngjörn en leiða af sér meiri ábyrgðir á ríkistjórnir landsins að gera fólki kleift að greiða sínar skuldir. þá er vonandi að 50% tillaga sjálfstæðismanna verði einnig samþykkt á svipuðum tíma og gefið verði loforð um afskriftir svo að glingurpóstarnir hreinlega flæði ekki inn í bankana.


mbl.is Fjölskylda á hringekjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband