10.10.2008 | 21:54
Íslendingar ættu að stefna Bretum og senda Breska sendiherran heim
Þó svo færa megi rök fyrir að Davíð Oddson sé hreinræktaður lýðskrumari og hagfræðilegur fábjáni og hægt sé að koma með nær óvíkjanleg rök um að hann eigi að segja af sér og það sama, þá verðurGordon Brúni teljast það líka nema hvað bara öllu meiri lýðskrumari.
Þá verður það að teljast lágmarks krafa að Brúnn færi að minnsta kosti einhverskonar rök fyrir sýnum fullyrðingum og líti í eigin barm. Enda er meira að segja breskm fjölmiðlum farið að ofbjóða yfirganginn í honum. Hann virðist greinilega ekki alveg skilja að beiting hryðjuverkalaga gegn íslendingum hafi hann bæði valdið að Kaupthing varð endanlega gjaldþrota og með því hefur breskur almenningur og sveitarfélög raunar tapaðí amk mun meira en ella því kaupþing hefði þó kannski geta borið skil á þessu í ljósi þess að þeir voru ný búnir að fá stærðarennar hagstætt lán frá sænska seðlabankanum, Auk þess ætti Brúnn að átta sig á því að með því að beita þessum lögum sé hann í rauninni að lýsa yfir stríði gegn íslendingum. Hann er jú í stríði við hryðjuverkamenn.
Þessi aðgerð Brúns er í raun vanhugsuð aðgerð að hans hálfu til að reina að fela sig fyrir bresku pressuni og spila á íslendinga sem vonda kallinn.
Í ljósi þess verður að teljast réttast þegar þessi Breska sendi nefnd kemur að heni verði með því sama stefnt og hún send til baka og að hún taki með sér breska sendiherrann í leiðinni. Að því gefnu ættum við íslendingar að leita til okkar sönnu og raunverulegu vina til margra alda og ríða á vaðið og leita skjóls hjá Rússum og segja okkur úr nató til að spara í kreppunni.
Sparkað í liggjandi (Ís)land" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.