Færsluflokkur: Dægurmál
8.4.2011 | 02:45
Verða Íslendingar Heimsmeistarar í heildarskuldsettningu?
Ef ríkistjórnin fær sínu framgengt í þjóðar atkvæðagreiðslunni á laugardaginn verða íslendingar krýndir heimsmeistarar heildarskuldsetningu miðað við verga landsframleiðslu og munu heildar skuldir nema yfir 340% af VLF (samkvæmt tölum frá Imf) sem er öllu meira en sitjandi heimsmeistarar; Japan sem skulda 225,8% af VLF. næst á eftir fylgir Sambandsríki Sankti péturs og Nevis með um 185%, því næst kemur Líbanon með 150%, þar fast á eftir Zimbabwe með 149,7% síðan Grikkir með 144% og í sjötta sæti sjálfir íslendingar með tæp 124%. En nú gefst þjóðinni kjörið tækifæri á að bæta við enn einni gruggugri rós í í hnappagatið með því að sjá sér leik á borði og gangast undir að skuldsetja um 178.000 íslenska verkamenn fyrir innistæðutryggingum erlandra útibúa landsbankans heitins. En Íslendingar eru nú þegar sitjandi heimsmeistarar í virðisaukaskatt. En Íslendingum er spáð mjög góðu gengi á næsta heimsmeistara móti svína og teljast einnig líklegir til sigurs í getu og viljaleysi stjórnvalda, tregaþreki, viðskiptaheimsku, spillingargöngu og síðast en ekki síst Andverðleikasamfélagsskeiði sem fram fer um þessar mundir
Stigataflan fæst uppgefinn hjá CIA World Factbook. Afram Ísland, Best í Heimi
![]() |
Atli og Lilja setja x við nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2010 | 00:09
Það er svo geggjað!
Tilfinningar eru órjúfanlegur hluti af lífi fólks. Það koma góðir dagar og slæmir daga og dagur eftir þennan dag. Maðurinn er tilfinningavera og þarfnast tilfinningalegrar leiðsagnar rétt eins röklegrar hugsunar. Hins vegar hef ég orðið þess var á undanförnum árum hafa tilfinningar fengið minnkandi vægi. Orðaforði landsmanna hefur lakað og ég vil meina sérstaklega á því sviði sem lýsir útliti hluta og tilfinningum okkar ef við tökum ekki með geðræna sjúkdóma". Það má líklega rekja til þess að í stað þess að lesa bækur horfa flestir á myndir og er því lýsingarorðum ekki jafn mikillar þörf. Nú er algengast að þegar fólk vill vita tilfinningalega líðan annarrar manneskju spyrji það hvað segirðu gott? Sem er leiðandi spurning í stað þess að spyrja hvernig hefurðu það eða hvernig líður þér. Algengt svarið við spurningunni er einmitt orðið hress en svo skemmtilega vill til að áður fyrr vísaði það ekki til tilfinningalegs ástands heldur um sjúkleika manneskunnar.
Það er skondið í ljósi þess að óhressir einstaklingar glíma nú við geðræna sjúkdóma eins og þunglindi eða geðsveiflur (e. Bipolar) en sjúkdómar á borð við þessa hafa a síðast liðnum þrjátíu árum hafa fjölgað úr aðeins örfáum í yfir 800 ekki tilfelli heldur nýjar tegundir geðkvilla. Nú til dags tekur fólk lyf á borð við valíum og rídalín til að losna undan tilfinningum sínum sem eru mönnum fullkomlega eðlislægar í stað þess að vinna úr þeim með því að finna út hvað veldur vanlíðan þeirra. Þess í stað er nú kominn risavaxinn lyfjaiðnaður sem græðir milljarða á tilfinningum fólks. Hversu geðsjúkt er það?
Gott dæmi er þegar þrælar í afríku sem reyndu að strjúka út í frelsið gerðu þeir það ekki vegna þess að þeim langaði til að verða frjálsir heldur voru þeir haldnir sjúkdómi sem kallast drapetomania ef konur hér áður fyrr voru nógu vitlausar til þess að rísa upp á móti karlmönnum þá þjáðust þær af alverlegum sjúkdómi sem kallast hysteria. En þetta eru bara nokkur dramatísk dæmi sem sýna hvernig samfélagið er að færast óðfluga nær því að verða eins og einhverskonar vísindaskáldsaga.
En þar sem þessi skoðun mín gæti vel fallið undir að vera andstæð viðurkenndum gildum þá er ég líklega haldinn persónuleika röskun og því er ekkert að marka það sem ég segi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2010 | 20:21
Hin siðferðislega lausn Icesave
Nú þegar allir eru orðnir löngu þreyttir á æs-seif þá les maður ennþá greinar á báða boga ég hef lengi velt fyrir mér hvað væri sanngjarnast að gera í svona máli burt séð frá því hvers eðlis deilan er en spá frekar út í það hvað ég og þú mundum gera ef svona mál kæmi upp á milli okkar prívat og persónulega.
Til að fyrir byggja allan misskilning verður að hafa eitt í huga, að fólk úti í hollandi og bretlandi hefur þegar fengið borgað það sem það fær borgað, það er að segja innistæðu trygginguna. En bresk og hollensk stjórnvöld borguðu það út úr eigin vasa skattgreiðanda þar í landi. Icesave málið snýst því alls ekki um að borga þeim sem töpuðu á þessum reikningum neitt meira, heldur snýst það um að borga Hollenskum og breskum skattgreiðendum upphæðina sem þeir borguðu út og vextina sem þeir krefjast ofan á það.
Þegar menn segja að íslensk stjórnvöld eigi alfarið að bera ábyrgð á þessum reikningum sökum klúðurs í gæslu verða men að gæta sanngirni í dómum sínum þar eð hollendingar og bretar áttu einnig að sjá um eftirlitið með þessum reikningum. Hvað sem varðar lög þá ætti eftirlitið með þessum reikningum raunar frekar að vera á þeirra hendi þar sem það voru jú breskir og hollenskir ríkisborgarar er fengu inn skatttekjurnar af þessum reikningum (þeir voru samt starfræktir mun lengur í bretlandi þannig þeir fengu meiri skattpening) en bretar fengu yfir 20 milljarða í tekjuskatt af icesave. Þar af leiðandi verður það að teljast frekar ósanngjarnt að íslendingar ættu að hafa eftirlit með einum stærstu umsvifum landsbankans en fá eingöngu hagnaðinn sem landsbankinn tók svo hingað heim ef hann fór ekki allur ofan í einhver skúffu fyrirtæki og svo til aflandseyja. það þarf auðvitað tíminn að leiða í ljós og þess vegna er það íslendingum í hag að bíða ef það reynist fyrir satt.) þá þurfa auðvitað eigendur og stjórnendur að greiða fyrir það.
Því næst verða menn að spyrja sig að fyrst að skattgreiðendur eiga að greiða reikninginn hvort hér og þar ytra ríki raunverulegt lýðræði eða olagarcy. Ég veit ekki hvernig þetta er nákvæmleg þarna ytra þó líklega ekkert mikið minna spillt enn hér heima.
Lýðræði krefst þess að allir hafa sömu möguleika á að nálgast upplýsingar og til að bjóða sig fram. það er hins vegar þannig í þessu frábæra landi að ríkisflokkarnir 4flokkurinn svokallaði borgar sjálfum sér milljónir úr ríkisjóð eftir gengi í síðustu kosningum á sama tíma og þeir takmarka einka styrki til allra flokka í 300.000 kr. það er auðvitað þess eðlis að upplýsinga dreifing (áróðurs auglýsinga heilaþvottur) framboða fer ekki fram á beint sanngjörnum grundvelli. þegar í ofan á lag eru svo teknar inn þær stofnanir sem reka styrka ríkisflokkana fyrir sína hagsmuni og oll þau skúffu fyrirtæki sem þær hafa á sínum snærum til að tryggja áfram haldandi völd sinna flokka þá verður öllum ljóst að hér ríkir ekkert lýðræði heldur stofnana væði bankar og lÍu voru þær stærstu á þessum tímum ef til vill hafa álver líka togað í einhverja strengi svo einhverjar stofnanir séu nefndar. svo ekki sé nú talað um prófkjör flokkana og þá "styrki" og fjölmiðla eignarhaldið hér á landi
Þar sem hér íslenskum skattgreiðendum er ekki tryggt sanngjarnan málflutning þá finnst mér allavega hæpið að íslenskir skattgreiðendur eiga að greiða fyrir "velvilja" fyrrverandi ríkistjórnar gagnvart erlendri starfsemi bankana sem voru eins og áður hefur komið fram með þessa sömu aðila í vasanum og greiða erlendum skattgreiðendum upp í topp með vöxtum fyrir útborgun þeirra til aumingja fólksins sem lagði fé sitt inn á þessa reikninga. Þegar allir skattborgarar fengu skattpeningin af vaxtatekjum fólksins sem lagði peninga sína í þessa reikninga.
Það er auðvitað ósanngjarnt að skattgreiðendur erlendir sem innlendir þurfi að greiða fyrir svona viðskipta svindl og raunar ólýðandi þar sem það eina sem þeir hafa unnið sér til saka er að kjósa yfir sig spilta stjórnmálamenn í ólýðræðislegu kerfi, það er hins vegar óumflýjanlegt að borga þetta og spurningin er því einfaldlega hve mikið á hver skattgreiðandi að greiða. Því finnst mér persónulega sanngjarnasta lausnin að allir skattgreiðendur greið jafnt upp í skaðabæturnar sem aumingja fólkið fékk.
Málið flækist hins vegar þegar íslensk stjórnvöld tryggðu íslensku reikninga þessara sömu banka upp í topp. en þegar við lítum aftur á ólýðræðislegt kerfi sem íslenskur almenningur býr við þau taumhöld sem auðmenn og valdagrúppur landsins hafa á stjórnmálamönnunum sér fólk að það er ekki skrítið að allar innistæður hér væru tryggðar upp í topp. Þar af leiðandi er heldur ekki sanngjarnt að þetta klúður eigi að leggjast á venjulegan almenning. þess vegna tel ég fyrrgreinda lausn sanngjarnasta fyrir alla skattgreiðendur hvort er íslenska eða erlenda. Hitt verður svo að rannsaka hvernig staðið var á málunum og menn dæmdir eftir því. sjálfur tel ég að ef einhver aðgerð hefur vegið hvað næst sjálfstæði íslendinga þá er það þessi. Þar af leiðandi kemst hún sem næst landráði og þeir sem af því stóðu ættu að vera dæmdir til að borga skattgreiðendum þessara landa til baka sem nemur afganginum af innistæðum á icesave.
þetta er kannski ekki einföld lausn en mér finnst hún hvað sanngjörnust ekki á lagalegum grundvelli heldur siðferðislega.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2010 | 23:26
Hauga lýgi! Aukinn skattur á nær allan almenning samkvæmt augljósum útreikningum frá tölum hagstofunnar.
þetta er algert bull og sýnir hve öflug rannsóknar blaðamennskan er hjá mogganum. ég reiknaði þetta saman í rólegheitunum í exel á innan við tíu mínutum.
Steingrímur J. reiknar sem sagt með því að af 317.440 íbúum landsins samhvæmt spá hagstofunnar fyrir árið 2010 komi 312700 manns til með að greiða skatt. samkvæmt hagstofunni eru um 113433 annað hvort undir átján ára aldri eða 67 ára og eldri þar af eru 57236 12 ára og yngri en þeir falla líklega allir undir þessi 158 þús sem greiða munu skatta í lægsta skatta flokkinum. (eingar upplýsingar af skattstofni íslendinga fundust á hagstofunni)
þess má geta að meða neysla lægst launaðasta fjórðungsins á íslandi árið 2007 (nýustu tölur sem ég fann á hagstofuni) stóð í rúmlega 345000 kr á mánuði en þess ber að vænta að menn nú á dögum spari mun meira við sig en verðbólga var á hinnbóginn auðvitað að sama skapi mun minni þá, auk þess sem greiðsla fyrir húsnæði hefur auðvitað stórhækkað. því er von að maður spyrji sig hvort nokkur maður getur lifað undir þessu 200.000 kr skattþrepi og hvort þetta sé ekki einfaldlega falinn skatthækunn á mest nær allan skattstofninn fyrir utan ellilífeyrisþega?
![]() |
Helmingur með undir 200.000 kr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ef einhverjir eru ennþá ef-vissir um stefnu og hagi imf (Ís. AGS) þá rakst ég á þetta myndbrot á youtube vona að þið kunnið að meta innihald þess en það fjallar um stefnu Ags í Jamaíku og afleiðingar þess.
einkar áhugavert, með von um betri hag, bestu kveðjur Aron Ingi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 17:54
Michael Hudson; Iceland is under Attack, Rifjum upp viðtölin við Michael Hudson Í silfrinu
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 15:24
Eitthvað meira en Steingrímur Reykhás og Svavar Gests geta sagt...
I Fougt The Law- The Clash
Eitthvað Meira En Steingrímur J og Svavar Gests Geta sagt.
![]() |
Hagstæð ákvæði Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 15:06
Gef mér von Jóhanna
Give Me hope Joanna Eftir Eddy Grant á vel við íslenskan veruleika í dag með örlítið breittum texta mætti halda að hann væri að syngja um ísleskt samfélag en ekki suður afrískt.
![]() |
Hræðsluáróður, segir Jóhanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 14:25
Hvalveiðar; of stór biti?
persónulega hef ég ekkert á móti hvalveiðum svo lengi sem þær eru sjálfbærar og ganga ekki á stofn tegundanna. Mér finnst hrefna reyndar mjög gott kjöt, vandamálið er hins vegar að ég er hræddur um að við séum að skjóta alltof alltof mikið af þeim. Langreiðurinn er til að mynda á lista yfir þau dýr sem talin eru muni deyja út á næstu hundrað árum.
þar að auki er sérstaklega vegið nálagt báðum þessum stofnum þegar ekkert er veitt nema kálfar. en það veit það hver sem er sem hefur áhuga á hval átu að gamall hvalur er svo úldin og seigur að þeir eru með öllu nær óætir, en kálfkjöt þykir hins vegar vera hreint lostæti. þess vegna hættir við því að þegar menn gefa leyfi á 200 dýr af hvort um sig langreið og hrefnu að það verði lítið annað af þeim veit en kálfurinn. sem þýðir kannski að það mun ekki sjá mikið á stofninum fyrr en eftir nokkur ár án þá muni líka stór sjá á honum.
þau rökin að við verðum að veiða alla þessa hvali til þess skapa svo mikla vinnu eru frekar væg. það kom nú á daginn að flestir þessara sem tekið var viðtal við á rúv voru einungis í hlutastarfi með annarri vinnu. þetta eru að minnsta kosti mjög skammsýn rök því það færi til að mynda enginn bóndi að slátra hjá sér það mörgum dýrum að það gæti stór minkað stofninn. Slíkt myndi vissulega auka vinuna tímabundið en skaða hann þegar fram í sækir. Persónulega held ég það sé alveg nóg að viða bara fyrir innlenan markað og slíkt myndi hafa mun minni áhrif á hvalaskoðun.
Annað sem mér finnst frekar sérstakt við þessa kvóta dreifingu er hvers vegna fær hvalur allan kvótann? hversvegna er Kvótinn einfaldlega ekki boðin út til eins árs leigu og ríkið fengi inn einhverjar tekjur af honum?
![]() |
Risavaxinn morgunverður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2009 | 00:40
Sjóræningjar eða Strandverðir?
Blogg félagi og kunningji minn Óskar Helgi líkti íslandi við Sómalíu á bloggi sínu fyrir stuttu þar sem hann lísti þarlendri stjórnarkreppu. þessi færsla rifjaði upp fyrir mér og fékk mig til þess að senda honum svar sem síðan endaði í örlítið breittrimynd sem þessi fæsrla er þú ert að lesa hér og nú.
Það hefur borið þó nokkuð á undanförnum mánuðum af fregnum af sjóræningjum og sjóránum við strendur Sómalíu. já sjóræningjum á 21 öldinni eins ótrúlega og það hljómar sem ræna vestræn olíu og gáma skip fyrir lausnargjald en þar er ekki öll sagan sögð.
Nei. Á síðustu 20 árum hafa strendur Sómalíu "hreinlega" verið notaðar sem ódýr urðunar staður á vestrænum úrgandi; gáma og olíu skip "leka" þarna í landhelgina fleiri tonnum af hvurslag rusli, skít og spilliefnum vegna þess að mun ódýrara er að henda þeim í sjóinn en að senda það í urðun í Evrópu. Þarna hefur meira að segja fundist geisla virkur úrgangur, sorp Evrópu og að einhverju leiti asíubúa hefur skiljanlega nánast gert út af við alla fiskistofna þarna syðra og þannig gert hundruð þusunda fiskimenn atvinnulausa. Stjórnvöldin hafa staðið svo á bullandi kúpunni (og eru enn) að þau hafa ekki haft efni á strandgæslu til að sporna við skítaverkunum. Sumir hinna atvinnulausu sjómanna tóku því upp að skipa sjálfa sig sem strandgæsluliða. Um þá er hefur verið fjallað í vestrænum fjölmiðlum sem sjóræningja en þannig hafa þeir farið að til þess að sporna við og stöðva þennan óþrifnað og ekki sleppt skipum vesturlanda nema gegn lausnargjaldi sem ætlunin er af þeirra sögn að nota til að hreinsa upp þann óþrifnað sem þarna hefur verið losaður vestrænum stórfyrirtækjum. Á sama tíma hafa vestræn ríki sent herskip og hermenn til að sporna við "sjóránunum" sem ger þó lítið annað stuðla af frekari mengun í hafið við sómalíu. Frá þessu er sagt frá meðal annars í stuttri færslu á bbc en mun ýtarlega var frá þessu greint á al je zeera og Democracy now og annarra frjálsari miðla fyrir nokkru.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)