Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Al Ja Zeera; Iran In Crisis

Hérna er myndbandið sem hefur gengið um á netinu af hinni ungu deyjandi Nedu.

Hræðilegt

 


mbl.is Óeirðir á götum í Teheran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allen Stanford Kærður fyrir Átta-Milljarða-Dollara Svikamillu, Á meðan ganga hinir Íslensku útrásarvíkingar enn lausir.

Fréttastöðvarnar Al Ja Zeera og BBC segja frá þessu á vef sínum. þar kemur fram að hin Texaseski milljarðamæringur Sir Allen hafi að mati Bandaríska-ákæruvaldsins svikið út úr fjárfestum um átta milljarða dollara.

Venjulega bera lögfræðingar það fyrir skjólstæðinga sína og lýsa því yfir að þeir séu saklausir. Það vekur því athygli að í þessari frétt fylgir eingöngu tilkynning frá lögfræðing Stanford að Allen telji sjálfan sig vera al saklausan og sé þess full viss að hvaða réttláti dómari sem er myndi ekki detta það í hug að dæma hann fyrir viðskipti hans. 

Á sama tíma á íslandi hefur lítið farið fyrir hinni svonefndu rannsókn á hinum íslensku útrásarvíkingum sem margir hverjir hafa grunsamlega leynireikninga á tortúla, og jónfrúareyjum. Þrátt fyrir að margir helstu sérfræðingar, lögmenn og fræðingar eins og Eva Jolie og William K. Black hafa opinberlega lýst því yfir að hér hafi að öllum líkindum verið framinn lögbrot og hinir íslensku bankar hafi borið öll merki svikamillu.

Nú liggur líka fyrir undirskrifaður samningur varðandi Icesave, þar sem íslenska ríkið ætlar að skuldbinda sig til þess að taka lán frá Bretum og hollendingum til að greiða bætur fyrir svikamillu Landsbankans þar í landi. 

Óþarft væri að nefna blóðugan niðurskurð sem liggur nú einnig fyrir þar sem samsteypustjórn samfylkingar og vinstrigrænna ætlar óvegin að beygja sig fyrir ags og hans skilmálum. Undirritaður vill vekja sérstaka athygli á ræðu vinstri grænni Lilju Mósesdóttur sem talaði í þessari ræðu sinni um heimsókn fyrrverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra Ekvadors; Alfanso Peris Kakabatis sem "varaði við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sagði sjóðinn fyrst og fremst politíska stofnun." sem "ætti aðeins tvö ráð við fjármálakreppu; háavexti og niðurskurð ríkisútgjalda" ræðuna má nálgast í heild sinni hér. 

Hagfræðingurinn og höfundur bókarinnar Falið vald Jóhannes Björn segir frá því á síðu sinni Vald.org hvernig sjóðurinn hefur í gegnum tíðina murkað úr skjólstæðingum sínum innviði samfélagsins og rift gildandi samfélags samningum, þar bendir hann einnig á athyglisverðan fyrirspurnartíma er mun hafa farið fram á breska þinginu þar sem hæstvirtur forsætisráðherra Bretlands Jarpur viðurkennir á sig lögbrot þegar hann dregur ekkert af því að hafa notað ags til þess að þvinga fram betri samninga við íslendinga um Icesave málið.

það er mín ágiskun að það hafi verið til þess að tryggja að við færum ekki dómstóla leiðina og settum allt haglkerfi evrópu í hættu vegna galla í löggjöf þeirra.

Stanford og sex aðrir dvelja nú í fangageymslum þar ytra og enn bíður almenningur á íslandi eftir réttlæti í sínum málum þar sem talið er að gríðarlegir fjármunir séu að tapast með degi hverjum sem hinir svo nefndu útrásarvíkingar fá að valsa um lausir allra mála.


mbl.is Stanford og sex aðrir ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið Var!, eyðsla í rekstur sendiráða stendur í 12,8 milljónum per dag

Í nútíma samfélagi á undanförnum árum hefur þörfin fyrir sendiráð farið sí minnkandi á sama tíma og íslendingar hafa gert lítið annað en að fjölgað óhóflega sendiráðum erlendis og standa nú fyrir niðurskurð í 17 sendiráðum enda á allra vitsorði að hér tíðkast hefur nú í langan tíma að notast við þessa bústaði sem pólitísk hæli eða ríkistyrki fyrir persónulega góðkunningja, félaga eða vini og spandera í það 4,54 milljörðum á ári en það gerir 4.540.000.000 eða um 12,8 milljónir á dag sem jafngildir hátt í 24 milljónum í rekstrarkostnað að meðaltali fyrir hvert sendiráð á mánuði.

Svo dæmi sé tekið um nauðsýn og vinnusemi íslenskra sendiráða. þá vildi þannig til að hingað til lands var á leið maður með kínverskan ríkisborgara rétt sem aldrei þessu vant þurfti að leita til íslenska sendiráðsins í London fyrir vegabréfs áritun. maðurinn fer til íslenska sendiráðsins en er sendur þaðan út og sagt að hann verði að fara í það danska fyrir íslenska vegbréfsáritun. Þegar gestbjóðandi hér á landi fréttir af þessu og spyr utanríkisráðuneytið hvernig á þessu standi eru einu svörin: ja við erum bara með svona samning við Dani um að þeir sjá um þessa þjónustu fyrir okkur.

ef sendiráð einhverstaðar eru á annað borð nauðsýnleg afhverju ekki að ganga bara alla leið og leggja batteríið niður eins og það leggur sig og semja við Dani eða aðra granna um að sjá um þessa þjónustu fyrir okkur. þannig mætti á einu bretti spara um 4,5 milljarða og fengið inn dágóða summu af erlendum gjaldeyri við sölu á þessum fínu lúxus íbúðum er eru í eigu íslenska ríkisins út um víða veröld.


mbl.is Sendiherrum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis Fokking Fokk

sagði einhver með rentu. Mér fallast varla orð yfir þeim þrældóm sem núverandi ríkistjórn ætlar blákalt að hlekkja okkur í. Hvurslags aumingja skapur og vælukjóar þessir menn eru. Já ég sagði aumingjar löggan má bara handtaka mig fyrir að brjóta

Þrælahaldi var aldrei afnumið að fullu heldur skiptu vesturlönd því bara út fyrir efnahagslega fjárkúgun. Ósýnilega hlekki ánauðar sem sligað hefur menn konur og börn þriðjaheimsins nú nú áratugum saman vegna þess að þáverandi stjórnvöld voru tilbúinn að gefa frá sér þegna sína fyrir eigin frama og auðæfi eða skammsína heimsku. Á meðan vesalings fólkið þrælar sér út til að brauðfæða sína fjölskyldu. Þar er félagslegur hreyfanleiki nær horfin og misskipting auðs alger. Þar ber þeim sorglega veruleika við að venjulegur borgari fær líklega aldrei á sinni æfi efnahagslegt sjálfstæði og er því í raun ekki sjálfstæður heldur í víðasta skilningi eign lánadrottins síns. Ég ætti að vita þetta enda starfaði ég og ferðaðist um Afríku í rétt rúmlega fjóra og hálfan mánuð.

Nú ætla Steingrímur J.Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Svavar Gestson o.fl að festa þessa ísköldu hlekki utan um ekki bara hálsmálið á þér, heldur börnunum þínum, frændum,fjölskildu og ófæddum barna og barnabörnum án þess svo mikið sem nokkurar baráttu heldur handsala aflsalið af yður til þess að þú getir borgað fyrir forréttindi vesturlandabúa. Eins og George Carlin Sagði "þetta er stór clúbbur og þér er ekki boðið" með öðrum orðum þér var hent út og nú vilja þessir menn að þú borgir fyrir sukkið.

Hvar er fávirtur fjármálaráðherra að hugsa, Á Hvaða lyfi er Svafar Gestson að voga sér að halda því fram að hann hafi með þessum samningum bjargað íslendingum. Hann hlýtur þá að hafa talið þá telja þá á annari hendi og geta því stoltur notað orðið í fleirtölu er hann talar fyrir sig, Jóhönnu og Steingrím. Sem að mínu mati ættu sem landrænendur ekki að kallast íslendingar ef af þessum samningum verður.

Mér hefur sjaldan runnið svo mikið skap sem mér er um nú þegar upp í upp í opið geðið á mér voga ráðamenn sér að segja af einlægri heimsku eða óprúttilegum ásetningi að það hafi enginn önnur leið verið fær og gefa okkur og næstu kynslóði þess í stað sem efnahagslega þræla. Hvernig má það vera að nokkur stjórn geti skuldbundið menn í fleiri kynslóði, stjórn sem fær bara völd næstu fjögur árin? Svo situr þessi elíta og borgar með peningunum okkar fyrir opinberan áróður svo hún getið setið áfram ár eftir ár, kjörtímabil eftir kjörtímabil með sem allra minnstu breytingum svo þeir geti kallað það opinberlega lýðræði, hvernig fór hitler að? Er þetta ekki orðin tótalismi. Mér er algerlega misboðið og ég ætla birta hérna ræðuna hans Sigmunds davíðs, þar sem hann skoðar aðeins dýpra sin laushnoðaða ílla studda rökstuðning stjórnamanna.

"Fávísi og blekkingar

8. júní 2009

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir rauf þann trúnað sem ríkisstjórnin hafði farið fram á að gilti um Icesavemálið og fór að tjá sig um niðurstöðu viðræðna gaf hún strax mjög villandi mynd af samningunum. Á blaðamannafundi sem formenn stjórnarflokkana héldu svo til að kynna samkomulagið var viðhöfð hrein og klár blekking.
 
 
Hagstæðir vextir:
Steingrímur J. Sigfússon telur 5,6% vexti í evrum og pundum vera afar hagstæða. Vextir Seðlabanka Englands eru nú 0,5%. Vextirnir sem Bretar bjóða Íslendingum eru því 11 sinnum hærri en það.
Hvaða vexti töldu bresk stjórnvöld sanngjarnt að greiða fyrir þá peninga sem þeir tóku með hryðjuverkalögum hjá Landsbankanum og lögðu inn í eigin banka?
Svar: 0 %
 
Betra en það sem hefði verið verra:
Þau rök að samkomulagið sé gott vegna þess að það sé betra en ef við hefðum greitt 6,7% vexti og byrjað að borga strax eru undarleg. Það eru ekki rök í málinu að fullkomlega óásættanleg niðurstaða sé ásættanleg þar sem verri niðurstaða hefði verið verri.
 
Skuldastaða ríkissjóðs:
Það að halda því fram að Icesave-skuldbindingarnar hafi ekki áhrif á skuldastöðu ríkissjóðs, lánastöðu hans og lánshæfismat er með stökustu ólíkindum. Þótt ábyrgðirnar komi ekki til greiðslu fyrr en eftir sjö ár breytir það litlu um mat á stöðu ríkissjóðs. Erlendir lánveitendur og matsfyriritæki líta ekki framhjá mörghundruðmilljarða ábyrgðum vegna þess að þær koma ekki til greiðslu fyrr en eftir 7 ár þótt ríkisstjórnin geri það. Annað hvort eru formenn stjórnarflokkana vís vitandi að blekkja fólk með því að halda fram slíkri fásinnu eða þeir vita ekki betur. Það er spurning hvor kosturinn er verri:

a)      Að þegar kallað er eftir heiðarleika í stjórnmálum viðhafi stjórnin alvarlegar blekkingar um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar.
b)      Að á tímum einhverra mestu efnahagsþrenginga í sögu þjóðarinnar hafi stjórnvöld ekki skilning á grunnatriðum efnahagsmála.
 
Áætlað tjón:
Álíka áhyggjuefni er sú fullyrðing formannana að á bilinu 33 til 170 milljarðar króna muni lenda á ríkinu eftir því hvað innheimtist fyrir eignir Landsbankans. Það reiknuðu þau þannig að ef heildarskuldbindingin væri 660 milljarðar og 75% innheimtust þá væri sá fjórðungur sem eftir stæði u.þ.b. 170 milljarðar. Ef 95% af 660 milljörðum innheimtust væru þau 5% sem útaf stæðu 33 milljarðar (0,05 x 660 = 33). Þau gleyma semsagt vaxtagreiðslunum sem einar og sér verða komnar yfir 33 milljarða strax á fyrsta árinu!
 
Gengið
Forsætisráðherra nefndi að staðan mundi batna ef gengi krónunnar styrktist. Það er hins vegar veruleg hætta á að svo miklar skuldbindingar í erlendri mynt veiki krónuna og haldi henni veikri árum og jafnvel áratugum saman. Fyrst vegna þess að hinar miklu skuldbindingar hanga yfir okkur og svo í framhaldinu vegna þess að stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar fer beint í vaxtagreiðslur. Það þýðir að þeim mun minni gjaldeyrir er afgangs til að nota í aðra hluti. Af því leiðir að gjaldeyrir hækkar í verði, þ.e. krónan veikist..." lesa meira


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.