Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Drottningar viðtalið við Geir

Persónulega gat ég ekki heyrt annað enn að ástandið væri bara einkamál
þar sem hann geti ekki fallist á nein þau rök sem varpa sök á hann eða
seðlabanka stjóra vegna ábyrgðarleysis. Gjaldeyrissjóðurinn og kröfur
hans koma okkur ekki við. Seðlabankastjórinn á að sitja áfram enda
enginn rök sem hann getur fallist á er mælast til annars og honum finnst allt í lagi að íslenska
þjóðin borgi skuldir einkabanka með líklega hærri sköttum og
minnkun útgjalda í ríkissjóð.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar ættu að slíta stjórnmálasambandi við Breta

Hvernig sem við fórum að því að klúðra málunum hérna heima (löng saga) þá eigum hvorki við íslendingar eða íslensku bankarnir að sætta sig við þá óréttátu aðgerð af hálfu Breta. Þó svo að ég persónulega sé á móti bankastarfsemi eins og hun er stunduð í dag þá finnst mér aðgerðir breta óréttlátar og niðrandi og engan vegin gerðar á jafnréttisgrundvelli. Það ætti að vera lágmarks krafa íslendinga að krefjast þess að brúnn færi rök fyrir sínu máli en ljúgi ekki bara svona út í loftið og að hann taki sér góðan tíma og líti í spegill og spyrji sjálfan sig hvern andskotana hann ætli eiginlega að gera og hvern andskotann hann er búinn að gera.

Eins og´hér hefur áður komið fram þá blöskrar meira að segja breskum fjölmiðlum yfirganginn í honum. Hann virðist greinilega ekki gera sér grein fyrir að beiting hryðjuverkalaga gegn íslendingum hafi bæði valdið að Kaupthing varð endanlega gjaldþrota og með því hefur breskur almenningur og sveitarfélög raunar tapaði mun meira en ella því kaupþing þar breskur banki í íslenskri eigu hefði að öllu eðlilegu geta borið skil á þessu að því gefnu að þeir voru ný búnir að fá stærðarennar hagstætt lán frá sænska seðlabankanum deginum áður til viðbótar við lánið frá þeim íslenska og því kaldhæðnislega samdægurs loforði brúns um að stærðarinnar fjárhagslegan stuðning við alla breska banka. Gordon Brúnn gaf þar að auki út ásakanir og yfirlýsingar sem að við vitum byggja engan vegin á staðreyndum. Meira að segja Bresk lögstofa ráðleggur íslendingum að taka alvarlega til greina að stefna Bretum fyrir alþjóðlegum dómsstólum.

Aðgerðir Brúns eru í raun ekkert nema ryk í augun á Bretum ætlaðar til þess að stinga íslendinga þar sem þeir lyggja í blóði sínu á jörðinni.

Í ljósi þess verður að teljast réttast þegar þessi Breska sendi nefnd kemur að henni verði með því sama stefnt og hún send til baka og að hún taki með sér breska sendiherrann í leiðinni. Að því gefnu ættum við íslendingar að leita til okkar sönnu og raunverulegu vina til margra alda og ríða á vaðið og leita skjóls hjá Rússum og segja okkur úr nató til að spara í kreppunni. Það voru jú Rússar en ekki Bretar sem voru fyrstir til að viðurkenna 200 mílna lögsögu Íslendinga.


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar ættu að stefna Bretum og senda Breska sendiherran heim

Þó svo færa megi rök fyrir að Davíð Oddson sé hreinræktaður lýðskrumari og hagfræðilegur fábjáni og hægt sé að koma með nær óvíkjanleg rök um að hann eigi að segja af sér og það sama, þá verðurGordon Brúni teljast það líka nema hvað bara öllu meiri lýðskrumari.

Þá verður það að teljast lágmarks krafa að Brúnn færi að minnsta kosti einhverskonar rök fyrir sýnum fullyrðingum og líti í eigin barm. Enda er meira að segja breskm fjölmiðlum farið að ofbjóða yfirganginn í honum. Hann virðist greinilega ekki alveg skilja að beiting hryðjuverkalaga gegn íslendingum hafi hann bæði valdið að Kaupthing varð endanlega gjaldþrota og með því hefur breskur almenningur og sveitarfélög raunar tapaðí amk mun meira en ella því kaupþing hefði þó kannski geta borið skil á þessu í ljósi þess að þeir voru ný búnir að fá stærðarennar hagstætt lán frá sænska seðlabankanum, Auk þess ætti Brúnn að átta sig á því að með því að beita þessum lögum sé hann í rauninni að lýsa yfir stríði gegn íslendingum. Hann er jú í stríði við hryðjuverkamenn.

Þessi aðgerð Brúns er í raun vanhugsuð aðgerð að hans hálfu til að reina að fela sig fyrir bresku pressuni og spila á íslendinga sem vonda kallinn.

Í ljósi þess verður að teljast réttast þegar þessi Breska sendi nefnd kemur að heni verði með því sama stefnt og hún send til baka og að hún taki með sér breska sendiherrann í leiðinni. Að því gefnu ættum við íslendingar að leita til okkar sönnu og raunverulegu vina til margra alda og ríða á vaðið og leita skjóls hjá Rússum og segja okkur úr nató til að spara í kreppunni.


mbl.is „Sparkað í liggjandi (Ís)land"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband