Hvalveiðar; of stór biti?

persónulega hef ég ekkert á móti hvalveiðum svo lengi sem þær eru sjálfbærar og ganga ekki á stofn tegundanna. Mér finnst hrefna reyndar mjög gott kjöt, vandamálið er hins vegar að ég er hræddur um að við séum að skjóta alltof alltof mikið af þeim. Langreiðurinn er til að mynda á lista yfir þau dýr sem talin eru muni deyja út á næstu hundrað árum.

þar að auki er sérstaklega vegið nálagt báðum þessum stofnum þegar ekkert er veitt nema kálfar. en það veit það hver sem er sem hefur áhuga á hval átu að gamall hvalur er svo úldin og seigur að þeir eru með öllu nær óætir, en kálfkjöt þykir hins vegar vera hreint lostæti. þess vegna hættir við því að þegar menn gefa leyfi á 200 dýr af hvort um sig langreið og hrefnu að það verði lítið annað af þeim veit en kálfurinn. sem þýðir kannski að það mun ekki sjá mikið á stofninum fyrr en eftir nokkur ár án þá muni líka stór sjá á honum.

þau rökin að við verðum að veiða alla þessa hvali til þess skapa svo mikla vinnu eru frekar væg. það kom nú á daginn að flestir þessara sem tekið var viðtal við á rúv voru einungis í hlutastarfi með annarri vinnu. þetta eru að minnsta kosti mjög skammsýn rök því það færi til að mynda enginn bóndi að slátra hjá sér það mörgum dýrum að það gæti stór minkað stofninn. Slíkt myndi vissulega auka vinuna tímabundið en skaða hann þegar fram í sækir. Persónulega held ég það sé alveg nóg að viða bara fyrir innlenan markað og slíkt myndi hafa mun minni áhrif á hvalaskoðun.

Annað sem mér finnst frekar sérstakt við þessa kvóta dreifingu er hvers vegna fær hvalur allan kvótann? hversvegna er Kvótinn einfaldlega ekki boðin út til eins árs leigu og ríkið fengi inn einhverjar tekjur af honum?


mbl.is Risavaxinn morgunverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú þarft ekki að vera hræddur um að við séum að skjóta of mikið af hrefnu því samkvæmt talningum voru hrefnur við landið 4.000 stk og í framhaldi af því lagði HAFRÓ til veiðar á 400 stk en niðurstaðan varð 150 stk svo þú getur borðað hrefnukjötið án þess að fá samviskubit.

Jóhann Elíasson, 25.6.2009 kl. 15:09

2 Smámynd: Aron Ingi Ólason

takk fyrir þess athugasemd. ég hef heldur aldrei smakkað langreið en eins og ég sagði samt að þá er aðalega kálfurinn skotinn þannig að slíkt kemur mikið niður á endurnýjun stofnsins og gæti reinst frekar hættulegt þar sem það fer ekkert að sjá á stofninum fyrr en eftir nokkur ár en þá gæti líka séð ílla á honum sem væri mjög slæmt fyrir hvalaskoðunar fyrirtækin. hitt hef ég aldrei skilið hversvegna menn eru að veiða langreið sem er sagður muni deyja út á nástu áratugum þó að rökin séu að hann veiði svo mikið af fisk þá spyr ég afhverju veiða menn þá ekki frekar búrhval og háhyrning þar sem þeir éta miklu meira af fisk en skíðhvalir. ekki samt að ég myndi styðja það en bara spyr svona.

Aron Ingi Ólason, 25.6.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.