Sjóræningjar eða Strandverðir?

Blogg félagi og kunningji minn Óskar Helgi líkti íslandi við Sómalíu á bloggi sínu fyrir stuttu þar sem hann lísti þarlendri stjórnarkreppu. þessi færsla rifjaði upp fyrir mér og fékk mig til þess að senda honum svar sem síðan endaði í örlítið breittrimynd sem þessi fæsrla er þú ert að lesa hér og nú.

Það hefur borið þó nokkuð á undanförnum mánuðum af fregnum af sjóræningjum og sjóránum við strendur Sómalíu. já sjóræningjum á 21 öldinni eins ótrúlega og það hljómar sem ræna vestræn olíu og gáma skip fyrir lausnargjald en þar er ekki öll sagan sögð.

Nei. Á síðustu 20 árum hafa strendur Sómalíu "hreinlega" verið notaðar sem ódýr urðunar staður á vestrænum úrgandi; gáma og olíu skip "leka" þarna í landhelgina fleiri tonnum af hvurslag rusli, skít og spilliefnum vegna þess að mun ódýrara er að henda þeim í sjóinn en að senda það í urðun í Evrópu. Þarna hefur meira að segja fundist geisla virkur úrgangur, sorp Evrópu og að einhverju leiti asíubúa hefur skiljanlega nánast gert út af við alla fiskistofna þarna syðra og þannig gert hundruð þusunda fiskimenn atvinnulausa. Stjórnvöldin hafa staðið svo á bullandi kúpunni (og eru enn) að þau hafa ekki haft efni á strandgæslu til að sporna við skítaverkunum. Sumir hinna atvinnulausu sjómanna tóku því upp að skipa sjálfa sig sem strandgæsluliða. Um þá er hefur verið fjallað í vestrænum fjölmiðlum sem sjóræningja en þannig hafa þeir farið að til þess að sporna við og stöðva þennan óþrifnað og ekki sleppt skipum vesturlanda nema gegn lausnargjaldi sem ætlunin er af þeirra sögn að nota til að hreinsa upp þann óþrifnað sem þarna hefur verið losaður vestrænum stórfyrirtækjum. Á sama tíma hafa vestræn ríki sent herskip og hermenn til að sporna við "sjóránunum" sem ger þó lítið annað stuðla af frekari mengun í hafið við sómalíu. Frá þessu er sagt frá meðal annars í stuttri færslu á bbc en mun ýtarlega var frá þessu greint á al je zeera og Democracy now og annarra frjálsari miðla fyrir nokkru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Aron Ingi - sem jafnan !

Jú; það er rétt hjá þér; að minna dekurrófur ESB Fjórða ríkisins, á umgengni vina þeirra; Brussel inga - sem og reyndar; nokkurra annarra, jafnt, þar syðra, sem og víðar um heim.

Gömlu Evrópsku nýlenduveldin; haga sér sum, eins og þau hafi aldrei sleppt hendinni, af sínum gömlu hjálendum, sem nýlendum öðrum, að minnsta kosti huglægt.

Með beztu kveðjum - líka sem; öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 01:33

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sómalía er eitthvað sem hægt er að kalla "Failed state". Landsvæði þar sem ekki er grundvöllur fyrir samfélagi laga og reglna vegna þeirra hörmuna sem þar geisa.

Vegna þess að það eru engin eiginleg stjórnvöld til staðar í Sómalíu þá hefur landið orðið mjög nota drjúgt. Það er mjög hagkvæmt að til staðar sé land án reglna. Það er dálítið erfitt að útskýra þetta en þetta er svona svipað eðlis og aflandseyjar og skattaparadísar í fjármálaheiminum. Allt sem fer í gegnum Sómalíu getur "týnst" ef það mætti orða það þannig. Það er hægt að nota landið sem millilið til að hylja slóð af einhverju sem menn vilja ekki að komi upp á yfirborðið eða vilja fela "viðskipti" sín við hina ýmsu hópa sem þeir selja vörur og annað til.

Fannar frá Rifi, 23.6.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband