Mikið Var!, eyðsla í rekstur sendiráða stendur í 12,8 milljónum per dag

Í nútíma samfélagi á undanförnum árum hefur þörfin fyrir sendiráð farið sí minnkandi á sama tíma og íslendingar hafa gert lítið annað en að fjölgað óhóflega sendiráðum erlendis og standa nú fyrir niðurskurð í 17 sendiráðum enda á allra vitsorði að hér tíðkast hefur nú í langan tíma að notast við þessa bústaði sem pólitísk hæli eða ríkistyrki fyrir persónulega góðkunningja, félaga eða vini og spandera í það 4,54 milljörðum á ári en það gerir 4.540.000.000 eða um 12,8 milljónir á dag sem jafngildir hátt í 24 milljónum í rekstrarkostnað að meðaltali fyrir hvert sendiráð á mánuði.

Svo dæmi sé tekið um nauðsýn og vinnusemi íslenskra sendiráða. þá vildi þannig til að hingað til lands var á leið maður með kínverskan ríkisborgara rétt sem aldrei þessu vant þurfti að leita til íslenska sendiráðsins í London fyrir vegabréfs áritun. maðurinn fer til íslenska sendiráðsins en er sendur þaðan út og sagt að hann verði að fara í það danska fyrir íslenska vegbréfsáritun. Þegar gestbjóðandi hér á landi fréttir af þessu og spyr utanríkisráðuneytið hvernig á þessu standi eru einu svörin: ja við erum bara með svona samning við Dani um að þeir sjá um þessa þjónustu fyrir okkur.

ef sendiráð einhverstaðar eru á annað borð nauðsýnleg afhverju ekki að ganga bara alla leið og leggja batteríið niður eins og það leggur sig og semja við Dani eða aðra granna um að sjá um þessa þjónustu fyrir okkur. þannig mætti á einu bretti spara um 4,5 milljarða og fengið inn dágóða summu af erlendum gjaldeyri við sölu á þessum fínu lúxus íbúðum er eru í eigu íslenska ríkisins út um víða veröld.


mbl.is Sendiherrum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband