Laun Spilla politík líka, krefjumst launalækkunnar eða afsagnar

Að undanförnu nýliðnu smákóngatímabili lífsgæðakapphlaups voru stjórnmálamenn sko ekki á eftir almenningi og hækkuðu bæði laun sín og eftirlaun Svo að laun stjórnmálamanna eru alltof há. Persónulega finnst mér að laun þingmanna og ráðherra eigi ekki að vera mikið hærri en atvinnuleysisbætur (sem mættu alveg vera aðeins hærri) þar sem hvortveggja ætti eingöngu að vera rétt aðeins betur en nóg til að komast af.

 Hin raunverulegu laun stjórmálamanna eiga frekar að vera í formi þeirrar vellíðunar sem hlýst af því að gera samfélaginu og öllu því fólki sem í því býr gott. Þau Rök sem sem segja að laun ráðamanna ber að vera góð til að fá gott fólk á þing falla því í eiginlega um sjálf sig. Því það fólk sem við ættum að hafa á þingi er það fólk sem vill gera sem best fyrir samfélagið en ekki eigið rassgat, því ættu launinn að vera aukaatriði.

Eitthvað sem núverandi laun og eftirlaun eru ekki alveg í samræmi við en bjóða okkur í staðinn upp á spillta stjórn eins og nú situr sem hugsar fyrst og fremst um eigin hagsmuni og hvernig þeir geti komist aftur á þing á svona líka ljómandi háum bótum. Þetta er ekkert öðruvísi en með börnin, því ekki dettur heilvitamanni i hug að spilla þeim með því að gefa þeim allt of mikið eftir.

 Þessvegna skora ég á núverandi ríkistjórn að taka sér meðal-atvinnuleysisbætur fyrir laun eða segja af sér og hleypa því góða fólki að sem vill fyrst og fremst gera gott fyrir samfélagið en ekki aftur endann á sjálfu sér. En byst samt ekki við að af þeirri bón verði :S


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

heh, skemmtileg pæling og það væri gaman að sjá hvort einhver myndi taka að sér að vera þingmaður í svoleiðis aðstæðum.

Hins vegar þá vil ég sjá þingmennsku vera 100% starf. Þú mátt ekki vera hluthafi eða eiga fyrirtæki á meðan þú gegnir þingmennsku (spillir hlutleysi) og ekki gegna öðrum störfum hvort sem það eru nefndarstörf eða önnur samfélagsstörf.

Björn Leví Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Aron Ingi Ólason

hjartanlega sammála þér svo er það líka alveg út í hött að stjórmálamenn geti sjálfir áhvarðað sín launakjör. Takk fyrir kommentið mér þykkir alltaf gott og vænt um þegar fólk gefur sæer tíma til að tjá sýna skoðun.

 varðandi spurninguna hverjir þá dettur mér fyrst í hug ég sjálfur nú síðan andri snær ef hann vill vinna í pólitík yfirhöfuð skil hann svosem vel að vilja frekar vera á hlyðarlínunni eins og spillinginn er æa þeim bænum æi dag og undanfarinn ár

Aron Ingi Ólason, 17.11.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Hver var spurningin?

Vil bara taka það sérstaklega fram að ég veit að það er mjög hart að banna þingmönnum að vera hluthafar og að öllu leyti taka þátt í öðrum störfum. Hlutleysi þeirra er hins vegar svo mikilvægt að það má ekki með nokkru móti hætta því.

Björn Leví Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 02:23

4 Smámynd: Aron Ingi Ólason

spurninginn var: "hvort einhver myndi taka að sér að vera þingmaður í svoleiðis aðstæðum."

Aron Ingi Ólason, 17.11.2008 kl. 13:20

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Það já :) ... ekki alveg ætlað sem spurning en virkar alveg þannig líka :)

Hef meiri áhuga á því að sjá að þetta fólk hafi unnið í þeim störfum sem eru með laun á við atvinnuleysisbætur... almennt starfsfólk á leikskóla, fiskvinnslu og þeim störfum. Það eru ekki bara launin, það er líka vinnan.

Björn Leví Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Aron Ingi Ólason

já annars er pólitík orðin svo mikil spilling og flokksræði. Egill Helgason orðaði þetta ágætlega einhvern vegin svona: "til þess að geta komist á þing fyrir sjálfstæðisflokkinn þá þarftu að vera fastur upp í valhöll frá því að þú ert fjögura ára og ljósrita á skrifstofunni þar til þú ert sjálfur orðinn ljósrit"

Aron Ingi Ólason, 17.11.2008 kl. 19:40

7 Smámynd: Aron Ingi Ólason

nei fyrirgefðu ég meinti auðvitað hallgrímur Helgason

Aron Ingi Ólason, 17.11.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband