8.7.2008 | 23:20
Mengunarstíflan á Niðröj
Á þéttbúinni og hinni gullfallegu plánetu Niðröj er risastífla. Fyrir neðan stífluna búa allir íbúar plánetunnar enda veldur stíflan því að plánetan sé lífvænleg. Því miður fyrir íbúa Niðröj bendir flest til þess að stíflan sé að bresta enda sjást orðið full margar sprungur auk þess sem nær allir vísindamenn telja svo vera. Stífluna má vel reina að laga í tæka tíð en það hefur ekki en þá verið reynt þar sem íbúarnir eru ekki alveg vissir hvort stíflan sé náttúruleg eða ekki þó flest bendi til þess gagnstæða auk þess sem íbúarnir deila hástöfum um það hvort hægt muni vera að gera við stífluna og að viðgerð myndi kosta frekari uppbyggingu á plánetunni í bráð. Það versta er þó að þvi lengur sem íbúarnir bíða aðgerðarlausir því meir eykst hættan að viðgerð muni ekki takast í tæka tíð þess vegna hefur fólk bara lokað augunum og lætur sem ekkert sé að.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.