Vertu!

ég hugsa þess vegna er ég (descartes)


það er eitt sem er víst, hvort sem það er eingöngu ímyndun eða raunverulega, þá er það að hlutir gerast og ef þú ert á réttum stað á réttum tíma geturðu haft áhrif á það sem gerist en enginn staður er réttur eða rangur og enginn tími er rangari eða réttari en aðrir. Þú ert bara í tíma og rúmi   og hlutverk okkar er að velja hvað við gerum með visku okkar. Þekking er að vita, viska er að gera það sem þú veist. Við getum valið að gera hluti sem láta okkur líða ílla eða vel eða hvorugt og allt í senn nema óviti sért en eins og sá sem lærir í fyrsta skipti að synda þá gerirðu mistök til þess að læra af þeim þar til þú getur synt en slíkt kallast að öðlast reynslu . Hvað þú gerir er þitt val og fyrir það þarftu að svara með samvisku þinni og eða geðþótta þess samfélags sem þú býrð við. Samfélagið er samvofið net visku, þekkingar og heimsku sem það hefur áunnið sér með þróun sinni. Eins og blómið með hunangs safann keppist við að þróa lengri krúnu til að fuglinn drekki ekki hunangið og fuglinn þróar lengri gogg til þess að ná í hunangið, þá þróa ríkir sér leiðir til að verða ríkari og fátækir sér leiðir til þess að ná því til baka sem jin og yang í leið að sí flóknari veruleika. Svo lengi sem við lifum, svo lengi sem jörðin fer í kringum sólina þar til form þeirrar orku sem við trúum á breytist og það sem er, er ey meir

tíminn er núna, staðurinn er hér, stundin er þín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var það ekki: "I think. Therefore I am...I think..."

Þakka þér annars fyrir fallega og sanna hugleiðingu.  Manni var hugsað til Eckhart Tolle, sem ég hef í miklum metum.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 06:03

2 Smámynd: Aron Ingi Ólason

ef til villl ég held reyndar að hann hafi sagt það á latínu. En þakka athugasemdina ég geri ráð fyrir því að það sé lílega síðasta línana sem gerir útslagið við það en ég bætti henni við svona til að forða fólki frá þunglindi svo ég bætti þessu við á stóískum nótum en Í stóuspeki er lögð mikil áhersla á að hugleiða dauðan til þess að áttasig á mikilvægi núlíðandi stundar og vera andlega undirbúinn fyrir endan.

Aron Ingi Ólason, 13.4.2011 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband