Verða Íslendingar Heimsmeistarar í heildarskuldsettningu?

Ef ríkistjórnin fær sínu framgengt í þjóðar atkvæðagreiðslunni á laugardaginn verða íslendingar krýndir heimsmeistarar heildarskuldsetningu miðað við verga landsframleiðslu og munu heildar skuldir nema yfir 340% af VLF (samkvæmt tölum frá Imf) sem er öllu meira en sitjandi heimsmeistarar; Japan sem skulda 225,8% af VLF. næst á eftir fylgir Sambandsríki Sankti péturs og Nevis með um 185%, því næst kemur Líbanon með 150%, þar fast á eftir Zimbabwe með 149,7% síðan Grikkir með 144% og í sjötta sæti sjálfir íslendingar með tæp 124%. En nú gefst þjóðinni  kjörið tækifæri á að bæta við enn einni gruggugri rós í í hnappagatið með því að sjá sér leik á borði og gangast undir að skuldsetja um 178.000 íslenska verkamenn fyrir innistæðutryggingum erlandra útibúa landsbankans heitins. En Íslendingar eru nú þegar sitjandi heimsmeistarar í virðisaukaskatt. En Íslendingum er spáð mjög góðu gengi á næsta heimsmeistara móti svína og teljast einnig líklegir til sigurs í getu og viljaleysi stjórnvalda, tregaþreki, viðskiptaheimsku, spillingargöngu og síðast en ekki síst Andverðleikasamfélagsskeiði sem fram fer um þessar mundir

Stigataflan fæst uppgefinn hjá CIA World Factbook. Afram Ísland, Best í Heimi

 


mbl.is Atli og Lilja setja x við nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bretar eiga vinninginn samt með 430% af VLF.  Svosem ekkert kappsmál að toppa það, en þú myndu örugglega ná því skötuhjúin með sama áframhaldi um leið og mjólkurkýrnar lenda í höndum erlendra braskara. Bretar geta skuldsett sig að þessu marki vegna þess að þeir eiga asset, við ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 04:31

2 Smámynd: Aron Ingi Ólason

það stenst ekki miðað við þær tölur sem ég hef skoðað hjá cia world factbook né world dept clock frá the economist. samkvæmt CIA miðað við tölur frá 2010 þá eru bretar í 23 sæti og skulda 76,5% af vlf. en við fengjum kannski betri mynd á því ef miðað væri við hreina landsframleiðslu.

Aron Ingi Ólason, 9.4.2011 kl. 05:46

4 Smámynd: Aron Ingi Ólason

þakka svarið ég sé að þeir hjá cia og the economist kalla piblic dept bara skuldir ríkisins í því samhengi væri einkar forvitnilegt að vita hvar íslendingar standa

Aron Ingi Ólason, 13.4.2011 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.