24.3.2010 | 20:21
Hin siðferðislega lausn Icesave
Nú þegar allir eru orðnir löngu þreyttir á æs-seif þá les maður ennþá greinar á báða boga ég hef lengi velt fyrir mér hvað væri sanngjarnast að gera í svona máli burt séð frá því hvers eðlis deilan er en spá frekar út í það hvað ég og þú mundum gera ef svona mál kæmi upp á milli okkar prívat og persónulega.
Til að fyrir byggja allan misskilning verður að hafa eitt í huga, að fólk úti í hollandi og bretlandi hefur þegar fengið borgað það sem það fær borgað, það er að segja innistæðu trygginguna. En bresk og hollensk stjórnvöld borguðu það út úr eigin vasa skattgreiðanda þar í landi. Icesave málið snýst því alls ekki um að borga þeim sem töpuðu á þessum reikningum neitt meira, heldur snýst það um að borga Hollenskum og breskum skattgreiðendum upphæðina sem þeir borguðu út og vextina sem þeir krefjast ofan á það.
Þegar menn segja að íslensk stjórnvöld eigi alfarið að bera ábyrgð á þessum reikningum sökum klúðurs í gæslu verða men að gæta sanngirni í dómum sínum þar eð hollendingar og bretar áttu einnig að sjá um eftirlitið með þessum reikningum. Hvað sem varðar lög þá ætti eftirlitið með þessum reikningum raunar frekar að vera á þeirra hendi þar sem það voru jú breskir og hollenskir ríkisborgarar er fengu inn skatttekjurnar af þessum reikningum (þeir voru samt starfræktir mun lengur í bretlandi þannig þeir fengu meiri skattpening) en bretar fengu yfir 20 milljarða í tekjuskatt af icesave. Þar af leiðandi verður það að teljast frekar ósanngjarnt að íslendingar ættu að hafa eftirlit með einum stærstu umsvifum landsbankans en fá eingöngu hagnaðinn sem landsbankinn tók svo hingað heim ef hann fór ekki allur ofan í einhver skúffu fyrirtæki og svo til aflandseyja. það þarf auðvitað tíminn að leiða í ljós og þess vegna er það íslendingum í hag að bíða ef það reynist fyrir satt.) þá þurfa auðvitað eigendur og stjórnendur að greiða fyrir það.
Því næst verða menn að spyrja sig að fyrst að skattgreiðendur eiga að greiða reikninginn hvort hér og þar ytra ríki raunverulegt lýðræði eða olagarcy. Ég veit ekki hvernig þetta er nákvæmleg þarna ytra þó líklega ekkert mikið minna spillt enn hér heima.
Lýðræði krefst þess að allir hafa sömu möguleika á að nálgast upplýsingar og til að bjóða sig fram. það er hins vegar þannig í þessu frábæra landi að ríkisflokkarnir 4flokkurinn svokallaði borgar sjálfum sér milljónir úr ríkisjóð eftir gengi í síðustu kosningum á sama tíma og þeir takmarka einka styrki til allra flokka í 300.000 kr. það er auðvitað þess eðlis að upplýsinga dreifing (áróðurs auglýsinga heilaþvottur) framboða fer ekki fram á beint sanngjörnum grundvelli. þegar í ofan á lag eru svo teknar inn þær stofnanir sem reka styrka ríkisflokkana fyrir sína hagsmuni og oll þau skúffu fyrirtæki sem þær hafa á sínum snærum til að tryggja áfram haldandi völd sinna flokka þá verður öllum ljóst að hér ríkir ekkert lýðræði heldur stofnana væði bankar og lÍu voru þær stærstu á þessum tímum ef til vill hafa álver líka togað í einhverja strengi svo einhverjar stofnanir séu nefndar. svo ekki sé nú talað um prófkjör flokkana og þá "styrki" og fjölmiðla eignarhaldið hér á landi
Þar sem hér íslenskum skattgreiðendum er ekki tryggt sanngjarnan málflutning þá finnst mér allavega hæpið að íslenskir skattgreiðendur eiga að greiða fyrir "velvilja" fyrrverandi ríkistjórnar gagnvart erlendri starfsemi bankana sem voru eins og áður hefur komið fram með þessa sömu aðila í vasanum og greiða erlendum skattgreiðendum upp í topp með vöxtum fyrir útborgun þeirra til aumingja fólksins sem lagði fé sitt inn á þessa reikninga. Þegar allir skattborgarar fengu skattpeningin af vaxtatekjum fólksins sem lagði peninga sína í þessa reikninga.
Það er auðvitað ósanngjarnt að skattgreiðendur erlendir sem innlendir þurfi að greiða fyrir svona viðskipta svindl og raunar ólýðandi þar sem það eina sem þeir hafa unnið sér til saka er að kjósa yfir sig spilta stjórnmálamenn í ólýðræðislegu kerfi, það er hins vegar óumflýjanlegt að borga þetta og spurningin er því einfaldlega hve mikið á hver skattgreiðandi að greiða. Því finnst mér persónulega sanngjarnasta lausnin að allir skattgreiðendur greið jafnt upp í skaðabæturnar sem aumingja fólkið fékk.
Málið flækist hins vegar þegar íslensk stjórnvöld tryggðu íslensku reikninga þessara sömu banka upp í topp. en þegar við lítum aftur á ólýðræðislegt kerfi sem íslenskur almenningur býr við þau taumhöld sem auðmenn og valdagrúppur landsins hafa á stjórnmálamönnunum sér fólk að það er ekki skrítið að allar innistæður hér væru tryggðar upp í topp. Þar af leiðandi er heldur ekki sanngjarnt að þetta klúður eigi að leggjast á venjulegan almenning. þess vegna tel ég fyrrgreinda lausn sanngjarnasta fyrir alla skattgreiðendur hvort er íslenska eða erlenda. Hitt verður svo að rannsaka hvernig staðið var á málunum og menn dæmdir eftir því. sjálfur tel ég að ef einhver aðgerð hefur vegið hvað næst sjálfstæði íslendinga þá er það þessi. Þar af leiðandi kemst hún sem næst landráði og þeir sem af því stóðu ættu að vera dæmdir til að borga skattgreiðendum þessara landa til baka sem nemur afganginum af innistæðum á icesave.
þetta er kannski ekki einföld lausn en mér finnst hún hvað sanngjörnust ekki á lagalegum grundvelli heldur siðferðislega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.